Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 06.12.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 61 BRIDS Umsjjón Uuðmundur I'áll Arnarson „VEL spilað, makker, en því miður alveg glær botn. t>ú ætt- ir að halda þig við sveitakeppn- ina.“ Norður gefúr; allir á hættu. Tvímenningur. Norðui- ♦ AK98532 ¥ KG ♦ 103 + 43 Suður + D y ÁD32 ♦ ÁD987 + ÁD10 Vestur Norður Austur Suður - lspaði Pass 2 tíglar Pass 2spaðar Pass 6grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartatía. Hvemig spilaði suður tii að uppskera þessi háðuglegu orð félaga síns? Augljóslega em þrettán slagir á borðinu er spaðinn fell- ur 3-2. En suðui- var í sex gröndum og vildi gera sitt besta til að vinna það spil í slæmri spaðalegu. Hjartaárás vamarinnar tók strax aðra af hliðarinnkomum blinds og því myndi samningurinn hynja í 4-1-spaðalegu ef farið væri heim á spaðadrottningu og aft- ur inn í borð á hjartakóng. Suð- ur sá að hann gæti ráðið við stakt millispil í spaða - tíu eða gosa. Hann tók því ÁK í spaða og felldi drottninguna. En var „óheppinn" með leguna: Nopður + AK98532 ¥KG ♦ 103 + 43 Vestur Austur + G107 + 64 ¥ 109854 ¥ 76 ♦ 62 ♦ KG54 * G87 + K9652 Suður + D ¥ ÁD32 ♦ ÁD987 + ÁD10 Spilamennska suðurs er tví- mælalaust rétt í sveitakeppni, en vægast sagt vafasöm í tví- menningi, því líkur á 3-2-legu em 68%. í þessu tilfelli gaf sagnhafi slag á spaða og fékk aðeins tólf slagi á meðan allir aðrir fengu þrettán, hvort held- ur í spöðum eða gröndum. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og simanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Rcykjavík Vertu ekki smeykur. Þetta eru bara vina- læti f honum. Arnaó heilla P A ÁRA afmæli. í dag, ll \/ miðvikudaginn 6. desember, verður fimmtug- ur Franz Arason, Iðufelli 10. Eiginkona hans er Ann- ey Bergman Sveinsdóttir. Þau eru stödd erlendis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. september sl. í Fríkirkjunni í Reykjavík og sr. Hirti Magna Jóhanns- syni Bergþóra Ólafsdóttir og Hinrik Laxdal. Heimili þeirra er í Hlíðarhjalla 67, Kópavogi. SKAK Hvítur á leik. Staðan kom upp á milli tveggja valinkunnra skák- manna úr röðum Taflfélags- ins Hellis í fyrri hluta Is- landsmóts skákfélaga. Hvítu mönnunum stýrði Andri Áss Grétarsson (2305) gegn Sig- urði Danfelssyni (1960), en hann er nýgenginn í raðir fé- lagsins. 20. Bxh7!+ Kxh7 21. Dxf7 Rf8 22. Hb5! Vinn- ur annað peð og þar með skákina þó að svörtum takist að halda lengi líf- tórunni í stöðu sinni. 22. - Dd7 23. Dxd7 Rxd7 24. Hxd5 Rf8 25. c4 g5 26. Be3 Kg6 27. Kfl Hc8 28. c5 bxc5 29. dxc5 Re6 30. Ke2 f5 31. Kd3 f4 32. Bd4 f3 33. g3 Hb8 34. Bc3 Hb3 35. Kc4 Ha3 36. Kb4 Ha2 37. Hd2 a5+ 38. Kb5 Ha3 39. Bxa5 Kf7 40. c6 Hb3+ 41. Kc4 Hbl 42. Hc2 Ke7 43. c7 og svartur gafst upp. Heims- meistaramót FIDÉ stendur nú sem hæst en hægt er að fylgjast með gangi mála á www.skak.is. Umsjjón Helgi Áss (írótarsson Alþjóðlegt stærðfræðiár Ríkissjónvarpið hefur ákveðið að fresta sýningum á þáttunum Ufe by the Nunbers sem stóð til að byrja sýningu á þann 4. desember. Þess í stað verður byrjað að sýna þættina 8. janúar 2001. ! þraut 27 í síðustu viku urðu þau leiðu mistök að í stað orösins nímmál stóð flatarmál. Eflaust hafa glöggir lesendur áttað sig á því og það þess vegna ekki komið að sök. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Heimasíða alþjóða stærðfræðiársins er; http://wmy2000.khi.is Þraut 28 T Lýstu fimmtu j, myndinni og jjj| n-tu myndinni. ------ Svar við þraut 27. Svarið er 2/3. Látum r vera radíus tennisboltanna. Ri,i, = 4771-3 = 771-2 h = Trr2 (6r) = 6'irr3 4TTr3 _ _2 6iTr3 3 UOÐABROT SKAUFHALABÁLKUR Hefir í grenjum gamall skaufhali lengi búið hjá langhölu. Átt hafa þau sér alls upp talda átján sonu og eina dóttur. Því voru nítján niðjar skaufhala, hunds jafningja, heldr en tuttugu. Þar sannast forn fyrða mæli, að oft verðr örgum eins vant á tug. Þá voru í burtu börn skaufhala flestöll farin úr föðurgarði. Þó voru eftir þeim til fylgdar þrír yi-ðlingar og þeirra dóttir. Svartur Þórðarson á Hofstöðum. u STJÖRJVUSPÁ eftir Frauces Ilrake BOGMAÐUR Þú átt auðvelt með að fá aðra á þitt band og ert ekki í neinum erfiðleikum með að fylkja liði. Hrútur (21. mars -19. apríl) 'r* Þótt gott sé að vera snar í snúningum, verður þú að gæta þess að fara ekki svo hratt yfir að þeir sem vilja fylgja þér missi af þér í látun- um. Naut (20. apríl - 20. maí) Gættu þess jafnan að hafa borð fyrir báru. Gleymdu því ekki að valdið er tvíeggjað; því má bæði beita til upp- byggingar og niðurrifs. Tvíburar (21. maí - 20. júní) AA Gefðu þér tíma til þess að sinna vinum og vandamönn- um; án þeirra værir þú ekki kominn þangað þar sem þú ert. Vertu ljúfur og lítillátur. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Liggðu ekki á vanda þínum. Þínir nánustu vilja hjálpa, en þeir geta ekkert gert, nema þú leiðir þá 1 allan sannleika. Þá finnast leiðir til lausnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Sjáðu til þess að þú fáir næga hreyfingu, því kyrrstaðan verkar illa á þig og þér er lífs- nauðsyn að rífa þig áfram. Settu markið hátt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (filL Það er langt því frá að allt sé úti, þótt þú þurfir að breyta um áherslur í starfi. Gakktu bara í það og þú munt undr- ast hversu auðvelt það er. v°£ xrx (23.sept.-22.okt.) Þú þarft ekki að hafa hátt til þess að koma málum þínum á framfæri. Láttu slúður um vinnufélaga þinn sem vind um eyru þjótafsinntu bara þínu. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú verður að gera það upp við þig, hvert þú vilt stefna. Það skemmir bara fyrir þér að væflast um án markmiðs og tilgangs. Taktu þér nægan tíma. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) ítS/ Reyndu að njóta tilverunnar án þess að alls konar athuga- semdir annan-a hafi þar stjórn á. Þú ert þinnar eigin gæfú smiður og átt að haga þér svo. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) iW* Það er sjálfsagt að veita að- stoð, þegar þú ert í færum til og þá einhverjum, sem raun- verulega þarfnast aðstoðar þinnar. Sýndarmennska er röng. Vatnsberi f . (20. jan. -18. febr.) G&t Þótt þér þyki hlutirnir ásjá- legir skaltu ekki láta útlitið glepja þig. Kafaðu undir yfir- borð hlutanna og láttu kjarna þein-a ráða úrshtum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Að réttu lagi átt þú að geta haldið þannig á spöðunum, að vinir þínir gangi glaðir með þér þann veg, sem þú hefur markað. Sýndu þeim traust. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Lokað verður föstudaginn 8. desember og laugardaginn 9. desember vegna árshátíðar starfsmanna. Opnum aftur mánudaginn 11. desember kl. 8.00 Þú getur enn fengið myndatöku og myndir fyrir jól. Fjölbreytilegt verð, frá kr. 5.000. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020 Nýjar vörur Á stelpurnar: Kjólar, pelsar, kápur Á strákana: Föt, stakar buxur og frakkar Barnakot KringlunniA-6simi 588 1340 Grýlukerti UOVog 220V, útisería m/án stauta, aðventuljós, díóður, lj ósaseríur, stjörnur, net 110V og 220V. /w%&\ Raftœkjaverslunin . .... O^SUÐURVERI IT553 /637 íyslxov 8í) St»!$ÍS443J Tarotlestrar hjá Pálínu Tíbetskálar í miklu úrvali Þar að auki, bjöllur, dorje, manjira og aðrir helgihlutir austrænna siða Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á opnum borgarafundi á Grand Hóteli á morgun, fimmtudag kl. 12.00 - 13.30 Fundurinn er öllum opinn. Aðgangur ókeypis Fundarboðendur: Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður Jónína Bjartmarz, alþingismaður Halldór Ásgrímsson Ólafur örn Haraldsson Jónína Bjartmarz
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.