Morgunblaðið - 06.12.2000, Page 67

Morgunblaðið - 06.12.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2000 EIMSIR VEIMJULEGIR EIMGLAR ATH. Man Utd ocj Snatch eru sýnd i Regnboganum Utgáfutónleikar Tilraunaeldhússins Sýnd kl. 6, 8 og 10. b. í. 12. Morgunblaðið/Sverrir Hilmar Jensson, einbeittur að vanda. Tilraunabú í 12 Tónum TILRAUNAKENND neðanjarðar- tónlist hefur verið mikið til ofan- jarðar í ár, eins þversagnakennt °g það kann að hljóma, og hefur það einkanlega verið fyrir tilstilli hinna hamslausu matreiðslu- manna Tilraunaeldhússins. Á veg- u®i eldhússins, Smekkleysu og plötubúðarinnar 12 Tóna hefur verið ráðist í útgáfu tveggja safndiska, MotorIab#l og #2 sem inniheldur upptökur frá uppá- komunum Óvæntir bólfélagar sem glatt hafa forvitna tónlist- aráhugamenn mánaðarlega í ár. Utgáfutónleikar vegna þessa fóru fram í verslun 12 Tóna á föstu- daginn var, á sjálfum fullveldis- deginum, og nutu gestir veitinga að hætti hússins í bland við óm- stríða hljómlist Hilmars Jensson- ar og Hispurslausa Sextettsins. Áhorfendur fylgdust með af áhuga. HARRISON FORD MICHELLE PFEIFFER ★★★ Al Mbl Yfir 33.000 áhorfendur! Hvað byr undir niðri WHAT LIES BENEATH Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20 Dr.G ber Sprellóperan Ferfætta borgin verður sýnd í Iðnó í kvöld kl. 21. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við höfundana, þá Guðberg Bergsson og Dr. Gunna. FERFÆTTAborgin er hluti af uppá- komuröðinni Óvæntir bólfélagar, sem Tilraunaeldhúsið hefur staðið fyrir. „Fyrst er frá því að segja að það er voðalega gaman að vera með Dr. Gunna,“ segir kímileitur Guðbergur. „Að fá tækifæri til að semja eitthvað fyrir hann.“ Þeir segjast hafa samið efnið hvor í sínu lagi og Guðbergur segir að eigin- legt samstarf hafi ekki verið neitt. Hann hafi samið söngtexta og Gunni hafi samið tónlist og svo verði þessu slengt saman í kvöld. Guðbergur segir þetta nýja reynslu fyrir sig. „Ég er að reyna að yngja mig upp með þessu,“ segir hann, sjálfhæðinn á svip. „Ég er að reyna að breiða yfir elhna, yfir það hvað ég er gamaldags. Þetta er verk fyrir verðandi ömmur og afa, fyrir ungt fólk sem á eftir að verða gam- alt.“ Óvænt eðli bólfélaganna er brokk- gengt að mati Gunnars, stundum gangi þetta upp, stundum ekki. Guðbergur segir hann og Gunna sannarlega vera óvænta bólfélaga. „Ég þekki t.d. ekki Dr. Gunna og er að hitta hann í annað skipti núna.“ í takt við efnið tekur spjalhð sum- part óvænta stefnu, leiðist út í um- ræður um íslenska menningu í al- þjóðasamhengi. Guðbergur er að velta því fyrir sér hvað sé séríslenskt í list og hvað sé það ekki, segir að það að vera alþjóðasinni sé að leita eftir séreinkennum þjóðar sinnar, leita eft- MAGNÁÐ BÍÓ mi SÍMI íM 551 LIU Morgunblaðið/Sverrir Ferfætlingurinn Guðbergur Bergsson og Dr. Gunni í menningarvininni Kaffi Mokka. ir því hvemig þjóðin hljómi. Skáldið verður því ekki stöðvað þegar hann er spurður hvort Ferfætta borgin sé ís- lensktverk. „Já, hún er það. Það er reynt að tengja þetta ákveðnum stöðum hér í Reykjavík. í mínum texta er ekki á neinn hátt reynt að leita eftir breskri eða bandarískri aðstoð. Ég forðast allt slíkt markmiðsbundið." Gunnar segir að það standi til að hljóð- og myndrita þennan viðburð, segist viija eiga þetta á fóstu formi. „Ég held að hvorki útvarps- né sjónvarpsstöðvamar hafi áhuga á þessu,“ segir Guðbergur. „Oft er það svo, að fólk fær ekki áhuga fyrr en eftir á, þegar það er orðið of seint.“ Guðbergur grípur tækifærið og slær á almennari nótur að lokum og leggur áherslu á varðveislu menningarlegra fyiirbæra. „Þau em nothæf í framtíð- inni. Til þess að gera sér grein fyrir fortíðinni þarf að eiga einhveijar heimildir tiltækar. Og þá getur mað- ur farið út fyrir hefðimar og skapað eitthvað nýtt. Oft heldur fólk að það sé að búa til eitthvað nýtt en það er ekki að því af því að það þekkir ekki fortíðina." Blýnótt Hans Henny Jalinn Geir Sigur&sson og Bjöm Þorsteinsson þýddu. „Blýnótt er síðsprottið blóm evrópskrar úrkynjunar, kynlega angandi jurt sem ætti að þrífast vel í hugarþeli spilltra lesenda.“ Sjón FORLAGIÐ Óvæntir bólfélagar kveðja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.