Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stórstúka Islands lögð niður og Bind- indissamtökin IOGT á íslandi stofnuð Morgunblaðið/Ásdís Elín Elísabet Jóhannesdóttir, Gunnar Þorláksson, Helgi Seljan, Aðal- steinn Gunnarsson og Örvar Daði Marinósson voru raeðal þeirra sem kynntu starfsemi og samstarfsverkefni nýstofnaðra Bindindissamtaka. Starf bindindis- hreyfingarinnar gert nútímalegra Slökkviliðsstjóri um öryggi í Hvalfjarðargöngum Endurskoða þarf ör- yggismálin í heild sinni Morgunblaðið/RAX I Hvalfjarðargöngunum. I greinargerð með þings- ályktunartillögu segir að það sc upplagt að flytja gas og eldsneyti landveginn um Hvalfjörð. okkar að til að gera betur en þær kröf- ur sem eru gerðar varðandi göngin. Og eru þær þó býsna strangar," segir Gísli. Spölur hafi í raun gengið lengra en öryggis- reglur kveða á um. Þá hafi stjórn Spal- ar lýst því yfir að banna eigi flutning própangass um göngin og beina fiutningi á eldneyti á þá tíma sólar; STÓRSTÚKA íslands hefur verið lögð niður og í stað hennar hafa verið stofnuð bindindissamtökin IOGT á íslandi. Helgi Seljan er formaður nýju samtakanna og segir hann að til- gangur þessarar breytingar sé að gera starfsemi bindindishreyfing- arinnar nútímalegri og segist hann binda vonir við að félögum fjölgi í kjölfarið enda sé þörfin fyrir hreyf- ingu af þessu tagi sannarlega til staðar og næg verkefni fram und- an. Þrátt fyrir að Stórstúkan hafi verið lögð niður munu stúkur enn þá starfa innan vébanda samtak- anna með hefbundnum hætti en auk þeirra bætast við félög og hóp- ar sem vinna að ýmsum verkefnum. Gunnar Þorláksson, varaformað- ur samtakanna, segir að einhugur hafi ríkt um þessar breytingar mcðal meðlima Stórstúkunnar. Hann benti á að þó að starf Stór- stúkunnar hafi verið farsælt í meira en 100 ár væri Ijóst að fyrir- komulag starfseminnar höfðaði ekki eins til fjöldans og áður. Hann sagði að fjöldi bindindismanna væri meiri en nokkurn grunaði og sagðist binda vonir við að ný sam- tök myndu hleypa auknum krafti í starf bindindishreyfíngarinnar. Auk þess sem eldri félagar gætu haldið í siði sína og venjur sagðist hann vonast til að almenningur ætti nú greiðari aðgang að starfinu og að deildir myndu skapast utan um ákveðin verkefni ásamt því að leitað yrði samstarfs við aðila sem fást við ýmislegt sem málefninu tengist. Hreyfíngar fyrir börn og ung- menni stofnaðar á næsta ári Bindindissamtökin hafa þegar hafið samstarf við Götusmiðjuna, meðal annars um nýtingu IOGT hússins og aðstöðu í Galtalækjar- skógi. Einnig er stefnt að því að með götusmiðjunni verði stofnaðir fjölskylduklúbbar til stuðnings þeim sem lent hafa í vanda vegna neyslu áfengis og fíkniefna og fjöl- skyldum þeirra. Samtökin hafa einnig stutt við gerð fræðsluefnisins Skreffyrir skref sem unnið er af Elínu Eh'sa- betu Jóhannesdóttur í samvinnu við foreldrafélag misþroska barna. Efnið er ætlað foreldrum barna sem eiga við einhvers konar rask- anir að stríða, svo sem þunglyndi, kvíða, ofvirkni eða misþroska og eru því talin þurfa sérstakan stuðn- ing til að fyrirbyggja að þau Iendi í vanda vegna neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Auk Bindindissamtakanna IOGT verða stofnaðar tvær hreyfingar fyrir börn og unglinga snemma á næsta ári en þegar eru starfandi barna- og ungmennastúkur og auk þeirra munu þá starfa innan nýju hreyfinganna félög og hópar með hefbundnu félagsformi. Spölur hefur í raun gengið lengra en örygg- isreglur kveða á um, segir stj órnarformaður fyrirtækisins FYRIR Alþingi liggur nú þingsálykt- unartillaga þar sem farið er fram á að ríkisstjómin setji reglur um flutning á eldfimum efnum, þ.e. eldsneyti og própangasi um jarðgöng. Reglurnar myndu m.a. kveða á um hvort slíkir flutningar yrðu leyfðir og þá með hvaða skilyrðum t.d. hvort loka ætti göngunum fyrir annari umferð með- an flutningurinn færi fram. I greinagerð með tillögunni segir að þar sem umferð um Hvalfjarðar- göng er jafnmikil og raun ber vitni geti það ekki talist góður kostur að loka þeim íyrir annarri umferð. Því hljóti að koma til álita að banna flutn- ing á gasi og eldsneyti um göngin. Grundvallaratriði að hægt sé að stöðva umferð verði eldsvoði í umsögn Hrólfs Jónssonar slökk- viliðsstjóri bendir hann á að það eitt að banna eldsneytisflutninga um göngin sé ekki nægjanlegt. Hann beinir því til samgöngunefndar Aiþingis að taka ör- yggismál ganganna upp í heild sinni. Hrólfur segir að allt frá því hönnun Hvalfjarðarganga lauk hafi hann gert athugasemdir við öryggismál þeirra. Bein aðkoma embættis slökkviliðs- stjórans í Reykjavík hafi hins vegar aldrei verið viðurkennd. Hann bætir við að Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, hafi í engu farið eftir tilmælum Bruna- málastofnunar frá árinu 1998 um bætt brunaöryggi í Hvalfjarðargöng- um. Ekkert hafi breyst varðandi brunaöryggimál í göngunum síðan þá nema að settar hafa verið reglur um eldsneytisflutninga. Umferðin hafi hins vegar aukist verulega um göngin og um leið áhættan. Hrólfur bendir enn fremur á að Brunamálastofnun sé ekki á lista yfir umsagnaraðila um þingsályktunartillöguna. Hrólfur segir það ekki endilega nauðsynlegt að banna flutning á elds- neyti um göngin. Þó að ljóst sé að það muni bæta öryggi ganganna verði að huga að fleiri þáttum. Hann ítrekar fyrri skoðun sína á því að nauðsyn- legt sé að setja myndavélakerfi í göngin. Kvikni eldur í göngunum sé mikilvægt að koma í veg fýrir að um- ferð haldi áfram ofan í þau. Hrólfur segir það algjört grundvallaratriði að hægt sé að stöðva umferð ofan í göngin um leið og slys verður. Slíkt sé aðeins hægt að gera með myndavélakerfi. Stjórn slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins hefur ákveðið að láta fara fram lagalega úttekt á því hver færi með ábyrgð á öryggismálum í Hval- fjarðargöngum og hlutverki slökkvi- liðsins gagnvart þeim sérstaklega. Ríkið þarf að borga verði kröf- ur um öryggisbúnað hertar Gísli Gíslason, stjómarformaður Spalar og bæjarstjóri á Akranesi, segir ekki þörf á því að endurskoða öryggismál Hvalfjarðarganga í heild sinni. Vilji samgöngunefnd herða kröfunar sé það alveg ljóst í samning- um Spalar við ríkið að ríkissjóður yrði að borga ef Speli yrði gert að auka öryggisbúnað í göngunum. „Það er alveg meinalaust af okkar hálfu,“ segir Gísli.Fyrirtækið hafi í sjálfu sér áhuga á því að myndavélakerfi verði sett upp í Hvalfjarðargöngum. Það yrði hins vegar að vera alveg ljóst að slíkt yki í raun öryggið. Gísli segir að sjálfvirkt öryggiskerfi sem Spölur hafði augastað á hafi ekki reynst vel þar sem það hefur verið notað í Evrópu og því hafi fyrirtækið fallið frá kaupum á því. Gísli segir Spöl hafa átt í viðræðum við lögregluna um að settar yrðu upp hraðamynda- vélar í göngin. Fyrirtækið væri til- búið til að standa straum af stofn- kostnaði og jafnvel rekstri þeirra. „Við höfum margoft lýst yfir vilja hrings þegar lítil umferð er um þau. I umsögn Vegagerðarinnar um þings- ályktunaitillöguna segir að ekid séu þekkt dæmi um það erlendis að flutn- ingur eldfimra efna um jarðgöng sé al- farið bannaður þar sem umferð er svipuð og í Hvalfjarðargöngum. Víða séu engar takmarkanir á slíkum flutn- ingin nema þar sem umferð er 5-10 sinnum meiri en í Hvalfirði. Þá eru flutningamir leyfðir á ákveðnum tím- um eða undir sérstöku eftárliti. Þekkt séu dæmi um göng þar sem umferð er meiri en 50.000 bflar á dag og þar sem flutningur hættulegra efna er alveg bannaður. Umferð um Hvalfjarðar- göng er innan við 3.000 bílar á dag að meðaltali. „Tekið skal fram að margskonar annar flutningur en bensín, gas og ol- íur geti verið mjög eldfimur. Ef fylgja ætti eftir banni á flutningi eld- fimra efna um Hvalfjarðargöng þyrfti að hafa eftirlit með öllum flutn- ingabflum," segir í umsögninni. Und- anfarin ár hefur verið unnið á vegum OECD að viðamiklu verkefni um flutning hættulegra efna í jarðgöng- um. Reiknað er með því að tillögur verði lagðar fram í árslok 2000. Ekki sé óeðlilegt að bíða eftir þeim niður- stöðum áður en breytingar verða hugleiddar hér á landi. Meðal þeirra sem leitað var til um umsögn var Samband íslenskra sveit- arfélaga, Almannavamir rfldsins, Slökkvilið Akraness, Félag Hóp- ferðaleyfishafa. Þessii- aðilar lýstu sig allir sammála tillögunni. Það gerði líka Bifreiðastjórafélagið And- vari sem spurði hvort ekki væri rétt að setja sérstakar reglur um flutning hættulegra efna um þéttbýla staði, t.d. væru tugir tonna af eldsneyti flutt í gegnum Reykjavík til Keflavík- ur á degi hverjum. Skolpi frá um sex þúsund manna byggð í Mosfellsbænum er hleypt út í Leirvoginn Frárennslismál verða komin í lag árið 2004 STEFNT er að því að frárennslis- mál í Mosfellsbæ verði komin í lag árið 2004, en í Morgunblaðinu í fyrradag gagnrýndi Guðmundur Magnússon, formaður Veiðifélags Leirvogsár, m.a. bæjaryfirvöld fyr- ir að menga Leirvoginn með því að veita í hann skolpi frá um 6.000 manna byggð. „Það er alveg ljóst að allt frá- rennsli frá bænum fer í Leirvog- inn, en við höfum verið að vinna að tillögum tfl úrlausnar á fráveitum- álunum upp á síðkastið,“ sagði Jó- hann Sigurjónsson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Þess má þó geta að allt frárennslið fer í gegnum rotþrær sem þýðir að það er hreinsað að ákveðnu leyti, þó að sú hreinsun uppfylli ekki þá evrópu- staðla sem munu taka gildi hér á landi árið 2006.“ Jóhann sagði að bæjaryfirvöld hefðu ákveðið að á næstu þremur árum yrðu lagðir fjármunir í að finna lausn sem uppfyllti kröfur Evrópusambandsins. Hann sagði að skoðaðir hefðu verið þrír mögu- leikar í því sambandi. „I fyrsta lagi hefur verið skoðað- ur sá möguleiki. að tengjast frá- veitu Reykjavíkur og fara sömu leið og sveitarfélögin á suðursvæð- inu þ.e. Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes, en þau hafa samein- ast Reykjavík um að dæla sínu skolpi út í Ánanaustum. Við mynd- um samt hugsanlega fara í gegnum hreinsunarstöð í Laugarnesi, sem mér skilst að eigi að verða tilbúin 2003 til 2004. Leið númer tvö er að bærinn leggi sjálfur fráveitulögn út fyrir Álfsnesið og dæli þá skolpinu út úr Leirvoginum í röri og út í sjó. í þriðja lagi höfum við verið að skoða svokallaðar innseytlunar- lausnir eða fellitjarnir, sem er mjög umhverfisvæn lausn. Þá er skolpinu dælt á land þar sem það sígur í gegnum jarðveginn og það- an úfr í sjó .eða einhvern viðtaka." Jóhann sagðist gera ráð fyrir því að á næsta ári myndi liggja fyrir hvaða leið bærinn hygðist velja. í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að Guðmundur hefði sent Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu bréf þar sem hann hefði óskað eftir fjárhagsaðstoð við að skjóta vargfugl, sem sækti í urðunarstöðina í Alfsnesi og dræpi laxaseiði í Leirvogsá á niðurgöngu- tíma þeirra á vorin, en hann hefði fengið neikvætt svar. Jónas Egilsson, framkvæmda- stjóri SSH, sagði að Guðmundur hefði fengið neikvætt svar vegna þess að eyðing vargfugls væri ekki á verkefnaskrá SSH, heldur væri það í höndum einstakra sveitarfé- laga að halda vargfugli í skefjum. Jónas sagði að SSH hefði verið með ákveðna áætlun í gangi í þess- um málum fyrir um tíu árum en henni hefði verið hætt. Hann sagð- ist hafa lagt fram tillögu fyrir nokkrum árum um að sveitarfélög- in samræmdu aðgerðir sínar í þess- um málum en að Reykjavíkurborg hefði staðið gegn því og því ekki náðst samstaða um málið. Jónas sagði að á Suðvestur- landi, eða á svæðinu frá Akrafjalli og að Keflavíkurflugvelli, væru um 80 til 90% af öllum sílamávi á landinu. Hann sagði að fuglinn sækti mikið í sláturúrgang, sorp og mófugl og að ef ætti að ná ár- angri í að halda honum í skefjum þyrfti að samræma aðgerðir sveit- arfélaganna á svæðinu. Hann sagði að fækkunaraðgerðir ein- stakra sveitarfélaga skiluðu eng- um árangri öðrum en þeim að fæla fuglinn yfir í næsta sveitarfélag og þannig koll af kolli. Guðmundur sagðist í blaðinu í fyrradag hafa viljað fara með gröfu niður í fjöru við ósa árinnar til þess að dýpka hana svo að laxaseiðin gætu varið sig betur fyrir vargfugl- inum. Þar sem áin er á náttúru- minjaskrá sendi hann erindi til Náttúruverndarráðs árið 1996 en fékk aldrei neitt svar. Árni Bragason, forstjóri Nátt- úruverndar ríkisins, sem tók við starfsemi Náttúruverndarráðs árið 1997, sagðist ekki kannast við er- indið og fannst miður að það skyldi hafa dagað uppi. Hann sagði að hin lögformlega leið í svona máli væri að óska eftir leyfi frá viðkomandi sveitarfélagi, í þessu tilfelli Mos- fellsbæ, sem síðan myndi leita eftir áliti frá Náttúruverndan’áði. Árni sagðist ekki getað sagt til um það hvort Guðmundur myndi fá leyfi til þess að dýpka ána. Hann sagði að þar sem um væri að ræða laxveiðiá, myndi Náttúruvernd óska eftir umsögn frá Veiðimála- sstofnun og því gæti hann ekki sagt til um það hvort leyfi fengist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.