Morgunblaðið - 09.12.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Karl Eiríksson forstjóri ásamt Kristjáni Jóhannssyni söngvara. Kristjáni var boðið að líta á nýjustu tækni við
stillingar á díseldælum, en Kristján vann um skeið við stillingarbekki áður en hann hélt utan í söngnám. Inn-
fellda myndin er af fyrsta díselbekknum sem kom til landsins um miðjan fjórða áratuginn.
Kennari og nemendur framan við nýja díselbekkinn. Ivan Risager, kennari frá
Bosch í Danmörku, stendur milli nemenda sinna, Pálma Harðarsonar vélfræð-
ings og Smára Guðmundssonar vélstjóra.
Bræðurnir Ormsson
taka nýjan dísil-
bekk í notkun
BRÆÐURNIR Ormsson ehf. hafa tekið í notk-
un nýjan dísilbekk frá Bosch í Þýskalandi til still-
ingar á dælum í dísilvélar í skip, báta, vinnuvélar
og bíla, en bekkurinn er tölvustýrður og afar ná-
kvæmur í stillingum. Bckkurinn er sá fimmti í
röðínni sem fyrirtækið eignast frá upphafi, allt
frá því að fyrsti handsnúni bekkurinn var tekinn
í notkun um miðjan fjórða áratug aldarinnar.
Dísilbekkimir hafa siðan þá sífellt orðið vand-
aðri og nákvæmari, að sögn Karls Eiríkssonar,
forstjóra Bræðranna Ormsson. A fyrstu áratug-
um aidarinnar voru bensínvélar allsráðandi í
skipum og stærri bifreiðum, og þá fólst viðhald
vélanna hjá fyrirtækinu að miklu leyti í viðgerð-
um á magnetum, sem kveiktu neistann í bensín-
hreyflum. Skömmu eftir miðjan fjói’ða áratuginn
fóru síðan að koma til landsins dísilvélar í vöru-
bflum og skipum,'og þá þótti nauðsynlegt að
hægt væri að stilla og jafna olíugjöfina sem hver
strokkur.(cylender) fékk.
Fyrsti bekkurinn sem fyrirtækið eignaðist var
handsnúinn, en fjTsti vélknúni bekkurinn kom
til landsins árið 1946. Karl segir að fyrii-tækið
hafi sinnt stillingum á dísilvélum óslitið frá upp-
hafi, og í því starfi hafi lengst allra staðið Her-
mann Guðjónsson. Hann lærði til verka við dísil-
bekkina áaustið 1959 og vann við fagið allt til
síðasta sumars, þegar hann lét af störfum 73 ára
gamall.
Nýi dísilbekkurinn er fyrsti bekkurinn sem
er tölvustýrður að öllu leyti, og hægt er að kalla
fram stillingar á hverri einustu tegund af dæl-
um sem Bosch hefur framleitt. Gefið er ná-
kvæmlega upp hvaða árangri eigi að ná eftir
viðgerðina og hverju hver strokkur eigi að skila.
Fyrirtækið getur því ekki sent frá sér dælu fyrr
en hún er komin í sama horf og dælan var þegar
hún kom frá framleiðanda.
Nákvæmari stilling þýðir minni
eyðslu og minni mengun
Nútíma dísilvélar krefjast mun meh-i ná-
kvæmni í öllum stillingum. Má sem dæmi nefna
að fyrr á árum var þrýstingur að vélinni 100-350
bör, en í dag er hann kominn langt yfir 1.000 bör.
Enda eru núverandi dælur með hraðastilli sem
gætir þess að vélin fari eldd á yfirsnúning og
eyðileggist. í nútíma vélum fer ávallt minna
magn inn á hvern strokk, sem þýðir að nákvæmni
er mikilvæg. Olían berst á hljóðhraða frá dælunni
og verður jietta að gerast með innan við einnar
gráðu nákvæmni.
Að sögn Karls þýðir nákvæmari stilling að
eyðslan verður minni og mengun frá vélinni
minnkar, endasjáist ekki svartur reykur frá vel
stilltum vélum. Að auki verður ending vélanna
meiri.
Stillingaverkstæði fyrirtækisms var endur-
byggt með tilkomu bekksins og segir Karl að það
hafi verið nokkuð átak að stíga þetta skref. Þar
sem um talsvert nýja tækni er að ræða var fenginn
til landsins danskur sérfræðingur, Ivan Risager,
frá Bosch-fyrirtækinu til að kenna á gripinn.
Risager hefur dvalið hér undanfarna mánuði
og er nú að útskrifa tvo starfsmenn, sem hann
segir að hafi náð mjög góðum tökum á að vinna
með nýja dísilbekkinn. Að sögn Risager er tals-
verður munur á nýja tölvustýrða bekknum og
þeim bekk sem hann leysir af hólmi, sem felst
fyrst og fremst í því að stillingamenn eru nú mun
fljótari að ná fram ennþá nákvæmari stillingum
en áður.
fERSKT • FRftMftNDI • FRUIWLEGT
Framandi
grænmeti ag
kryddjurtir
Suðurlandsbraut 6 • s, 568 3333
ním
munic
Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Falleg jólagjöf
Handgerðir grískir
íkonar
Verð frá 1.990-30.000 kr.
Gíróseðlar liggja frammi <Sír
í öllum bönkum, sparisjóðum W
og á pósthúsum. HJÁIPARSHRF XIRKJUNNAS
Baugur Sverige AB mun opna Top Shop í Stokkhólmi
í mars á næsta ári
Þriðja verslunin sem Baug-
ur opnar í Stokkhólmi
BAUGUR Sverige AB, dótturfélag
Baugs, mun opna Top Shop-verslun í
Stokkhólmi í mars á næsta ári og er
þetta þriðja verslunin sem Baugur
opnar í Stokkhólmi. Baugur er sér-
leyfishafi Debenhams- og Arcadia-
verslana á Norðurlöndum, sem eru
verslanir á borð við Top Shop, Miss
Jálin í nýju Ijasi!
Jólaseríur - inni og úti
Blikkandi me5 tí&nistilli,
marglitarog einlitar.
£ssd
Olíufélagið hf
www.esso.is
Selfridge, Warehouse og fleiri þekkt
tískuvörumerki. Opnun Top Shop í
Stokkhólmi er liður i áætlun Baugur
Sverige AB, um frekari útrás Baugs
til Norðurlandanna, en fyrr á þessu
ári opnaði Baugur tvær Miss Sel-
fridge-verslanir í Stokkhólmi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Baugi verður hin nýja Top Shop-
verslun í Heron City, nýrri verslun-
armiðstöð sem nú er að rísa við
Kungens Kurva í Stokkhólmi. Versl-
unin verður á tveimur hæðum og um
700 fermetrar að stærð, sem er sam-
bærilegt við verslun Top Shop í
Lækjargötu. í Heron City verður
fyrst og fremst lögð áhersla á að
skemmta gestum og gangandi og er
markhópurinn helst ungt fólk. Þar
verður að finna fullkomna leikjasali,
sundlaugar með upplýstum gos-
brunnum, veitingastaði, 18 bíósali,
sem rúma samtals 4.500 manns, og
verslanir á borð við Top Shop. Að-
eins ein önnur Heron City-verslun-
armiðstöð er til í heiminum í dag og
er hún í Madrid, en fyrirhugað er að
opna þrjár til viðbótar á næsta ári,
t.d. í Barcelona og Lizzabon.
Fyrirhugað er að opna Deben-
hams-verslun í nýrri verslunarmið-
stöð við Smáralind næsta haust og
við Drottningargötu í Stokkhólmi
haustið 2002. Áætlað er að tvær
Arcadia-verslanir verði opnaðar í
Smáralind á næsta ári og er mark-
mið félagsins að að vera búið að opna
15 Arcadia-verslanir á Norðurlönd-
um fyrir árslok 2002, þar af 4 á ís-
landi.
Lækkun á ADSL-
þjónustu Símans
FRÁ og með 10. desember lækkar
verðskrá ADSL-þjónustu Símans en
um 67% landsmanna eiga nú kost á
þjónustunni. ADSL er sem kunnugt
er heiti gagnaflutningsþjónustu sem
nýtir hefðbundnar símalínur til
háhraðagagnaflutnings yfir Netið
eða inn á tölvunet fyrirtækja. Þjón-
ustan gerir viðskiptavinum kleift að
vera sítengdir Netinu því greitt er
mánaðargjald fyrir þjónustuna án
tillits til tengitíma. í tilkynningu frá
Símanum segir að eftir lækkunina
muni ADSL 1536 tenging kosta
12.000 krónur á mánuði og lækkar
þjónustan því um 3.000, ADSL 512
fer í 5.000 og lækkar með því um
2.000 og ADSL 256 lækkar um 500
kr. í 2.500 kr. Lækkunin var ákveðin
í því skyni að koma til móts við ört
fjölgandi viðskiptavini gagnaflutn-
ingsþjónustu. ADSL-þjónusta Sím-
ans var fyrst sett á markað fyrir
rúmu ári og hefur viðskiptavinum
fjölgað ört á þessu ári. Viðskiptavinir
Símans eiga nú kost á ADSL-þjón-
ustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og á
Akureyri. Vinsældir þjónustunnar
hafa verið miklar, en á skömmum
tíma hafa Islendingar komist í hóp
þeirra landa þar sem þessi þjónusta
er hvað útbreiddust.