Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 39

Morgunblaðið - 09.12.2000, Side 39
Samhæft Office Á íslensku fyrir Windows Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF I FÁKAFENI 11, s. 568 8055 ■hH http://www.kerfisthroun.is/ Nýtt kortatímabil — Opid til kl. 10 í kvöld í Kringlunni EU RO S KO Kringlunni 8-12 *sími 568 6211 Skóhöllin Bæjarhrauni 16 • sfmi 555 4420 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 2000 39 Nýjar plötur Jóhann G. Jóhannsson og Þórarinn Eldjárn. • ÚT er komin geislaplatan Best að borða Ijóð. Diskurinn hefur að geyma 24 lög eftir Jóhann G. Jó- hannsson, tónlistarstjóra Þjóðleik- hússins, við ljóð Þórarins Eldjárns. Flest laganna voru samin sum- arið 1999 og frumflutt í söng- og ljóðadagskránni Meira fyrir eyrað - Best að borða Ijóð í Þjóðleikhús- inu þá um haustið í tilefni 50 ára afmælis leikhússins og ljóðskálds- ins. Hún var þá flutt tíu sinnum fyrir fullu húsi og urðu margir frá að hverfa. Ljóðin eru valin úr velflestum ljóðabókum Þórarins, m.a. hinum vinsælu barnaljóðabókum, auk nokkurra ljóða og laga sem Þór- arinn og Jóhann hafa samið fyrir sýningar Þjóðleikhússins á síðustu árum. A diskinum er t.d. að finna lagið Bókagleypi sem Jóhann samdi sl. sumar að beiðni Ríkisút- varpsins í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2000, en í það ijóð er titill disksins sóttur. Lögin eru í flutningi nokkurra af fremstu tónlistarmönnum landsins. Aðalsöngvarar eru Örn Árnason, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþdr Pálsson, Edda Heiðrún Backman, Marta Guðrún Halldórsdóttir og Stefán Karl Stefánsson. Hljóðfæra- leikarar eru Bryndís Pálsdóttir (fiðla), Jóhann G. Jóhannsson (pía- nó, semball og harmónikka), Richard Korn (kontrabassi) og Sig- urður Flosason (sópran-, alt-, ten- ór- og barítónsaxófónn). Jóhann G. Jóhannsson hefur á undanförnum 20 árum einkum fengist við margvíslega leikhús- tónlist, ýmist sem píanóleikari, út- setjari, tónskáld eða hljómsveitar- stjóri, fyrst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en frá 1991 sem tón- listarstjóri Þjóðleikhússins. Árið 1994 gaf Þjóðleikhúsið út geisladisk með tónlist hans úr ævintýrasöng- leiknum Skilaboðaskjóðunni. Útgefandi er útgáfufélagið Heim- ur hf. Japis annast dreifingu. Verð: 2.199 krónar. Hægt er að panta plötuna á slóðinni www.heimur.is. kr. 3.990 Svart St. 40-46 kr. 2.990 Svart St. 36-41 kr. 4.990 Svart St. 40-47 kr. 2.990 Svart St. 36-41 LISTIR Snilldardjass DJASS Geislaplata TÓMAS R. EINARSSON: UNDIR 4 Kvintett Tómasar R. Einarssonar: Jens Winther, trompet og flýgil- horn, Jóel Pálsson, tenórsaxófón, Eyþór Gunnarsson, pfanó, Tómas R. Einarsson, bassa, og Matthías M.D. Hemstock, trommur og slagverk. Reykjavík 2. og 3. september 2000. Mál og menning MM-022 - 2000. SAMVINNA Tómasar R. Ein- arssonar og danska trompetleikar- ans Jens Winthers spannar nær al- darfjórðung. Fyrst lék Jens hér 1985 með Mezzoforte á tíu ára af- mæli Jazzvakningar. 1987 kom hann aftur og blés fjögur lög á skífu Tómasar, Hinsegin blús, m.a. hinn undurfagra Vals Eyþórs Gunnarssonar og ballöðu Tómasar, í svefninum ek ég, sem um margt er skyld ýmsu á nýja diski tón- skáldsins; Undir 4. A næstu skífu Tómasar með Jens, Nýjum tóni, voru ballöðurnar enn eftirminnilegri, s.s. Vangadans og Trúnaður í stofunni og á Undir 4 ráða þær ríkjum. Sterkustu tón- smíðar Tómasar hafa alltaf verið ballöður að mínu viti og má auk þeirra sem hér hafa verið taldar upp nefna Landsýn, sem KK söng á samnefndri skífu Tómasar, og Ástarvísu, er Jacob Fiseher lék með honum Á góðum degi. Undir 4 hefst á samnefndri ball- öðu þarsem silkimjúkur flýgilhorn- blástur Jens Winters gefur tóninn. Jens hefur náð þeiiri hæð í ballöðu- blæstri sínum að varla hefur annar evrópskur blásari af Davis-skólan- um náð jafn langt. Hann minnir þó meir á Chet Baker og Art Farmer en Miles og sérílagi kemur Fanner uppí hugann er ljóðið streymir úr horninu. Tómas blandar ballöðum- hraðari ópusum tilað auka tilfinningu fyrir sveiflu en er nokk- uð þungur og Matthías, sem er meistari tónalitunar, er ekki rífandi sveiflugaukur og kraftbirtingar- trommari. Því saknar maður nokk- uð kraftsins í þessum verkum. Sæll og glaður er þó sér á báti. Þar er karabíusveiflan þeirra félaga á nor- rænum nótum einsog blástur Jens, sem er enginn Bauza eða Sandoval. En aftur að ballöðunum: Undir snjónum er á norrænum nótum einsog Stolin stef Tómasar forðum. Þó er hinn íslenski ljóðaandi ríkj- andi og lokahendingar Eyþórs í ætt við sönglögin okkar sígildu. Það sannast í píanósóló hans þar að heitasti og kraftmesti spuninn get- ur verið í verkum þarsem keyrslan er ekki aðalsmerkið. Maínóttin minnir í mörgu á Shorter tímabil Miles Davis og sólóar þeirra Jens, Jóels og Eyþórs leiða hugann að kvintettnum magnþrungna. Ekki leitt það. Lokalagið, Hjartalag, er perla. Eftir sólfagran inngang Ey- þórs blæs Jóel melódíuna af tærri snilli og leikur þeirra félaga allra er slíkur að ég get vel endurtekið það sem ég skrifaði í hrifningu augna- bliksins, eftir að hafa hlustað á tón- leika þeirra félaga á Jazzhátíð Reykjavíkur í september sl., að svona spilamennska fylh mann stolti fyrir hönd íslandsdjassins. Eg hef reynt að forðast að nota hástigs lýsingarorð um miðlungs- sull og einnig það sem er þó nokkru betra, en slíkt gerist æ algengara nú á tímum, jafnvel svo að gagn- rýnendur þurfa að grátbiðja lesend- ur sína að trúa þegar á reynir - úlf- ur, úlfur - og það undrar mig ef betri djassskífa en þessi kemur út á íslandi í bráð. Vernharður Linnet Jólakaffi- tónleikar ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík heldur sína árlegu jólakaffítónieika í Bústaðakirkju á morgun, sunnu- dag. Tónleikarnir hefjast með kaffisamsæti i safnaðarheimilinu kl. 15.30. I beinu framhaldi verður gengið til kirkju þar sem Sigurður Braga- son mun stjórna Árnesingakórnum við undirleik Bjarna Þ. Jónatans- sonar og verða sungin nokkur jóla- lög. Nettoá^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu veröi ALLTAÐ 30% AFSLÁTTUR Rússneskur balalaika- hópur TÓNLEIKAR rússneska balalaika-hópsins Russian Virt- uosos verða haldnir í Tónlistar- húsinu Ými, Skógarhlíð 20, á morgun, sunnudag, kl. 16. Balalaika-hópurinn Russian Virtuosos hefur starfað frá ár- inu 1994. Stjómandi hans er hinn þekkti Dmitry A. Tsar- enko, sem hlotið hefur margvís- lega viðurkenningu fyrir mik- ilsvert framlag til rássneskrar þjóðlagatónlistar. Ásamt hon- um leika í hópnum þau Nichol- as A. Martynov og Vera A. Tsarenko sem bæði hafa leikið fyrir áheyrendur víða um lönd. Balalaikan er strengjahljóð- færi upprunnið í Rússlandi, ekki ósvipað gítar að lögun. Nokkrar tegundir eru til af hljóðfærinu og leika þau þrjú sem skipa hópinn á balalaiku, bassa-balalaiku og domru. riform | HÁTÚNI6A (i húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur öðuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ar sem vel má í lauginni er áhrifamátt skífunnar, kalla svítu. Dansaði boppsveifla af bestu gerð og býr yf- ir spennu Ólags og fjöri Húlabopps, en þá ópusa má finna á Nýjum tóni. Afturámóti er einnig að finna helsta veikleika Undir 4 í þessu lagi og bræðra þess: Tommatúmbaó og Sæll og glaður. Hin kraftmikla sveifla er Pétur Östlund gæddi sveit Tómasar er ekki fyrir hendi. Tómas er finn bassaleikari, hefur Það er stutt til jóla! kr. 6.990 Svart St. 40-46 kr. 2.990 Rautt og Svart St. 36-41 Nemendur í Tónskóla Sigursveins. Tónleikar Tónskóla Sigursveins ÞRENNIR tónleikar Tónskóla Sig- ursveins verða í dag, laugardag. Tónleikar Suzukideildar verða í Háteigskirkju kl. 11. Tónleikar í sal skólans Hraunbergi 2 verða kl. 14 og tónleikar í Listasafni Siguijóns Ólafssonar verða kl. 16. Á þessum þrennum tónleikum munu u.þ.b. 100 nemendur skól- ans koma fram og flytja fjöl- breytta efnisskrá í einleik og sam- spili. Jólatónleikar á Akranesi SKÓLAHLJÓMSVEIT Akra- ness heldur jólatónleika í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi í dag, laugardag, kl. 14. Fram koma A-, B-, og C- sveit undir stjórn Atla Guð- laugssonar og Heiðránar Há- mundardóttur. Einnig koma fram flautukórar undir stjórn Helgu Kvam og blásarakvintett skólans. Miðaverð er 500 krónur, en frítt fyrir 12 ára og yngri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.