Skírnir - 02.01.1848, Qupperneq 4
6
ússon safnabi fyrir eina tí& öllum þeim handrilum,
er hann gat yfir komizt, bæbi á Islandi og annar-
stabar, og flutti þau hingab til Kaupmannahafnar.
Arni Magnússon dó árib 1730, og kona hans nokk-
urum mánubum síbar. þau áttu eptir sig eitthvab
eina þúsund dala, og hafbi Arni gjört þá rábstöfun
fyrir þessu fje, ab einn eba tveir íslenzkir bóknáms-
menn skyldu njóta góbs af því eba leigum þess, og
nokkuru af því skyldi verja til ab koma á prent
íslenzkum bókum. Margt bar til þess fyrst framan
af, ab eigi komst gott skipulag á málefni þetta, og
libu svo yfir fjörutíu ár, ab eigi varb neitt prentab.
Arib 1772 kvaddi Kristján konungur hinn sjöundi
nokkura menn í nefnd, og baub þeim ab sjá svo
um, ab farib væri ab prenta, og því væri haldib á
fram ár eptir ár. þessi nefnd Ijet síban vel og lengi
prenta nokkurar íslenzkar bœkur. Fyrst var Kristni-
saga prentub, árib 1773, þá Gunnlaugssaga ormstungu,
1775, þá Hungurvaka, 1778, þá Rímbegla, 1780,
þá Hervararsaga, 1785, þá Vígaglúmssaga, 1786,
þáEyrbyggja, 1787, og fyrsti hlutinn af Sæmundar-
Eddu, sama árib, þá Egla, 1809, þá Anecdoton hi-
storiam Soerreri regis Norvegiae illustrans (þ. e.
Frásagnir, er skýra sögu Sverris Noregskonungs),
1815, þá Gulaþingslög, 1817, þá annar hlutinn af
Sæmundar-Eddu, 1818, þá Laxdœla, 1826, þá síb-
asti hlutinn af Sæmundar-Eddu, 1828, þá Grágás,
1829, þá Kormákssaga, 1832. Allar þessar bœkur
hafa verib prentabar meb latínskum útleggingum, og
sumar meb löngum athugasemdum; hafa þær þvf
eigi verib abgengilegar fyrir alþýbu manna, enda
mun og fátt af þeim hafa borizt út til Islands.