Skírnir - 02.01.1848, Side 15
17
á Norvegi, og ímynda sjer, aí> liagnr verfei ab því,
)jó þab sje nokkur krókur. Eigi má vita, hvort
þessu rábi Kriegers verfeur fram gengt í sumar,
en vonandi er, a& þab dragist eigi lengi.
Kristján konungur hefur gjört margt til aí> efla
vísindi og menntir; þetta árib hefur hann t. a. m.
bœtt í ýmsu skólann í Sórey, og bobib ab stofna
þar gagnvísindaskóla (Reat-Höinlolé). A þar ab
kenna dönsku, mannkynssögu, landfrœbi (Statistik}
og stjórnfrœbi (Statsforfatning); þar á og aö kenna
þau atribi úr lögum, sem öllum mönnum er naubsyn
á ab vita, í hverri stöbu sem eru, svo og sveita-
stjórn, akuryrkju, trjáfrœbi og annab því um líkt.
Ab undanförnu hafa bóknámsmenn orbib ab
ganga undir tvö lærdómspróf vi?> háskólann, áfcur
en þeir hafa farib ab búa sig undir embættispróf.
Fyrst hafa þeir verib reyndir, þegar þeir hafa komib
til háskólans, og hafa þeir þá verib prófabir í
þvf, sem þeir hafa numib í skólunum; þetta hefur
verib kallab fyrsta próf. Til annars prófsins hafa
verib höfb tvö missiri; fyrra missirib hefur verib
farib yfir einhvern kafla úr iatínskum og grískum
rithöfundum, nokkub í hebresku, nokkurn hlut af
mannkynssögunni, og nokkub í reikningsfrœbi og
mælingarfrœbi; þetta hefur verib einhvers konar
áframhald af því, sem kennt hefur verib í skólun-
um. Síbara missirib hefur verib farib yfir hugsunar-
frœbi, sálarfrœbi, heimspekilega sibfrœbi, forspjöll
heimspekinnar, stjörnufrœbi og kraptafrœbi. Fyrir
tveim árum gjöibi Kristján konungur þá skipun á,
ab piltar úr einum skóla í Kaupmannahöfn og þremur
2