Skírnir - 02.01.1848, Page 27
29
föstudaginn fyrstan í sumri, einni stund eptir mit-
aptan; hafói hann þá fjóra um sextugt.
Áíiur en vjer skiljumst viö Svía, getum vjer
þess, aö Oskar hefur eigi enn tekiö konungsvígslu
í Norvegi. Upphallega hafÖi hann á kveöiö, aö fara
til þrándheims í sumar, og láta kórónast þar. En
nú var skortur manna á milli eigi síöur í Norvegi,
en í Danmörku og Svíþjóö, og fyrir þá sök reit
Óskar Norömönnum í sumar, aö hann mundi láta
vígslu sína dragast enn nokkura stund.
III.
Frá Norðmönnum.
í Norvegi er frjálslegri stjórn og þjóölegri, en
í (lestum öörum löndum í Noröurálfunni, og þó lítur
svo út, sem NorÖmenn sjeu flestum þjóöum Iítil-
mótlegri í öllum atburðum sínum. þeir menn, sem
eru meðmæltir konungsstjórn, vilja hafa þetta til aö
fœra sönnur á mál sitt; segja þeir, aö í Norvegi
megi sjá, hversu fari, þegar þjóöin ráöi mestu; og
er þá einkum beinzt aö bœndunum; þeim er boriö
á brýn, aö þeir hugsi um lítiÖ annaö, en hafa af
fyrir munni og maga, og láti sjer liggja í ljettu rúmi,
hvaö um hitt líöur, sem fagurt er og fróölegt. Nú
])ó mikiö kunni aö vera hœft til þessa um bœnda-
menn í Norvegi, þá er þó aptur á hitt aö Iíta, aö
þjóöin er eins og nýfarin aö eiga meö sig sjálf. Sú
stjórnarlögun, sem nú er í Norvegi, hefur eigi veriö
þar lengur, en í liöug þrjátíu ár; áÖur höföu Norö-
menn verið háÖir útlendum konungum í meir en
fjórar aldir, og útlendir menn ráöiÖ mestu í landinu;