Skírnir - 02.01.1848, Page 105
107
því Mexícómönnum frifej en Mexícómenn kváSust
eigi hirba um friö, og yröi herliö Sambandsríkjanna
aö minnsta kosti aö fara út úr Mexícólandi, ef friöur
ætti aö veröa. þóttust þeir nú hafa œrinn styrk fjöl-
mennis til aÖ reka þá af höndum sjer. Menn Sam-
bandsríkjanna vildu eigi ganga aö þessum kostum.
Stjórn Sambandsríkjanna sendi þá liö af nýju og
nœgar vistir; einnig sendu þeir mikiö stórskotaliö á
staö. LiÖ þetta fór sjóveg frá bœ þeim er Nýorleam
heitir, og gengu á land í Mexícó, viö borg þá, er
Vera Cruz heitir; þaÖ er mikill bœr og víggirtur;
settust ])eir um borgina, og varþaö lengi, áöur þeir
gætu unniö hana. þriöja dag febrúarmánaöar í fyrra-
vetur náÖu þeir þó borginni, og Ijetu áöur margt
manna. Einn af fyrirliöum fyrir liÖi Sambandsríkj-
anna er nefndur Taylor. Seint í febrúarmánuöi var
hann staddur skammt frá bœ þeim, er Nýja Aguja
heitir, í Mexícólandi; haföi hann eigi meira liÖ, en
fimm þúsundir nianna. Hann spurÖi þá þau tíöindi,
aö Santa Anna, herforingi Mexícómanna væri þaöan
skammt í burtu meö tuttugu þúsundir manna. Taylor
þóttist nú kominn í illa kreppu; því aö engi vegur var
til þess aö hann gæti undan komizt, eöa aö hann
gæti þá fengiö styrk frá öÖrum herllokkum ; en þar sem
hann var staddur, var vígi hiö vesta. Hann leitaÖi
þá betra vígis, og bjóst um, sem hann mátti bezt;
þótti honum þó sigurinn ósýnn. Santa Anna kom
þar aö honum, og baö hann gefast upp, en Taylor
neitti því meö öllu. Santa Anna veitti honum þá
atgöngu, og var þar harÖur bardagi og allmann-
skœöur; en svo fór, sem ólíklegt mundi þykkja, aö
Mexícómenn biöu ósigur og flúöu undan. Varö Taylor
frægur af sigri þessum, viö svo mikinn liÖsmun, sem
aö etja var. Sambandsríkin buöu þá friÖ enn af
nýju, en hinir neituöu þverlega. Stefndu þeir þá
meö liÖ sitt til Mexícóborgar, en Mexícómenn hjeldu
á móli þeim. Fundur þeirra varö viö Cera Gords,
hjer um bil miösvegar á milli Vera Kruz og Mexícó-
borgar. Varö þar snörp orusta; höföu Sambands-
menn liö miklu minna; en svo fór enn, aö þeir