Skírnir - 01.01.1857, Side 13
Danmörk'
FRÉTTIR.
15
skyldi eiginlega fólgin. það er einkum merkilegt vife þá ferb, sem
farin var í sumar, að nú er það orðið nokkum veginn ljóst af
ræðum þeim, sem þá voru fluttar, og af ritgjörðum þeim, er síðan
hafa verið samdar, að það býr undir, að Norðurlönd verði eitt
bandaríki. þetta er mikilvægt málefni og mjög íhugunarvert fyrir
alla þá, er að því standa, því um það er að gjöra, að einn sé kon-
úngur yfir öllum Norðurlöndum; verður því annar tveggja konúng-
anna að leggja niður kórónu sína, þeirra sem ráða ríkjum á Norður-
löndum, þá er sambandið kemst á. En hvor þeirra skal gjöra það?
Á að skila Gylfa aptur landi því, er Gef'jun dró frá honum í fyrri
daga, og fylla svo skarð í vör Skíða? —þetta veit enginn, þó það
þyki nær sanni en hitt. Um málefni þetta hefir verið margt ritað,
bæði hér á Norðurlöndum og á Frakklandi og Englandi. I uLa
Presse”, frakknesku blaði, hefir staðið, að bezt mundi að taka her-
togadæmin Holsetaland og Láenborg og helmínginn af Slésvík eður
jafnvel hana alla, og búa til úr því ríki handa Kristjáni, prinsi
Danmerkur; en Danmörk og Norðurjótland skyldi ganga í samband við
Svía með líkum skilmálum og Noregur. í ritgjörð nokkurri í uTimes”
er farið enn lengra, og Jótland allt skilið frá Danmörku, svo ekki
verður eptir nema eyjarnar; höfundurinn ber það fyrir sig, að
Norðmenn trúi Dönum illa í sambúðinni, ef þeir sé mannmargir og
eigi mikið undir sér, og þykist þeir eitt sinn haft hafa þess fulla raun.
það var og sagt, að Svíum mundi þykja of fullt skarð í vör Skíða,
ef Eydanir kæmi í sambandið halalangir, og mundu þeir ekki vilja
líta við þeim, ef hertogadæmin fylgdi með. Dönskum blöðum hefir
nú reyndar öllum þótt þessi líkskurður Danmerkur of svæsinn, en
þó hefir „Fædrelandet” eitt sinn skotið því fram, að tilvinnanda væri
að láta nokkuð af hendi rakna, ef þeir þá kæmist að heldur í hið
mikla sælunnar samband við bræður sína fyrir norðan sundið. En
er þetta skrapp upp úr „Fædrelandet”, þá kom annað blað, „Dag-
bladet”, og spurði hitt, hve mikið það vildi til vinna; en þá svar-
aði "Fædrelandet”, eins og það ekki vissi hvaðan á sig stóð veðrið,
að það væri um ekkert þess konar að tala nú sem stæði. Blöð
Svía og Norðmanna fara hægra í málið, þau leggja við hlustirnar,
taka nákvæmlega eptir öllu og prenta allt upp skilvíslega, sem kemur
i útlend blöð um þetta málefni. Nú þótt allt sé mjög óljóst,