Skírnir - 01.01.1857, Síða 23
Dnnmörk.
FRÉTTIR.
25
múgurinn; en túnga þeirra manna er ekki óblöndufe, heldur er
þaí) einhver þýzkublendíngur og dönskublendíngur, sem mest er
tíbkaöur mebal almúga; en flestallir heldri menn: aubugir óbals-
bændur, riddarar, greifar og barúnar mæla á þýzka túngu. Danska
stjórnin hefir nú óneitanlega beitt nokkurri hörku vib, til ab útrýma
þýzkri túngu en setja danska í stafeinn; hún hefir skipafe fyrir, hvar
dönsk túnga skyldi vife höffe í skólum, í kirkjum og í dómum,
eptir eigin vild og án þess afe spyrja landsmenn ráfea efeur kynna
sér vilja þeirra í því efni. Hún hefir sett danska menn í embætti
í Sufeur-Slésvík, sem vart kunna þýzka túngu, og eru ekki svo vel
afe sér gjörfir, afe alþýfea beri traust til þeirra. Danir hafa ekki
látife þafe liggja í láginni, afe stjórnarskipun sín sé frjálslegri en
hinar þýzku, og hafa þeir mefe því viljafe hæna Slésvíkínga afe sér;
en J)á er menn nú sjá og reyna, afe embættismenn þeir, sem frá
þeim koma, eru hvorki frjálslyndari, viferæfeisbetri né betur afe sér,
nema mifeur sé, þá er ekki afe undra, þótt Danir verfei þar ekki
vinsælir; því hvorki þekkja ])eir til, hvernig landsbúum er háttafe,
heldur koma afe öllu ókunnugir, og svo munu þýzklyndir menn
ekki hylma yfir brestina fyrir þá, heldur öllu fremur uppljóstra
öllu því, er orfeife getur þeim til hnekkis í áliti manna. þafe er
fornt stjórnarbragfe, afe vinna helztu menn þjófearinnar, fá þá í fylgi
mefe sér og gjöra þá sér tryggva og skuldbundna, og láta þá sífean
vinna almúgann. þetta bragfe lagfei Hákon gamli ú Islendínga, og
á þessu bragfei féllu þeir; en þafe virfeist svo sem Danir kunni
annafehvort ekki hnykk þenna, efea hafi ekki lag á afe beita honum.
En hvernig sem nú þessu er varife, þá er ekki fyrir afe sjá, afe þeir
muni vinna Slésvíkínga, hvafe þá heldur Holseta mefe gófemennsk-
unni, sem þeir þykja hafa nægsta til. En þá eru og litlu meiri
líkindi til, afe J)eir muni vinna þá mefe stórmennskunni; því bæfei
er þafe, afe Danir álíta afe sér sé hún mifeur lagin, og svo er margt
annafe fleira því til tálmunar. Fyrst er þafe, afe landife liggur opife
fyrir þjófeverjum og öllum þýzkum innblástri, svo eru því nær allir
höffeíngjar þar þýzkir fram í ættir, lög og venjur allar eru mjög
þýzkar, og menntir allskonar eru |)angafe komnar frá þýzkalandi,
og svo nú þegar fyrir sunnan liggur þjófeverjaland mefe allan frófe-
leik og menntim sína, en Danmörk fyrir norfean líka mefe sína, sem