Skírnir - 01.01.1857, Page 36
38
FKÉTTIR.
Sviþjóft.
lítt vogskorife; liggur því málmurinn og mörg önnur gæbi iandsins
nvjög svo ónotuib. Stjórnin hefir eigi enn lagt frumvarp fram um
breytíng tolllaganna. En í vor lýsti hún því yfir, aÖ fyrst um sinu
mætti menn flytja tolllaust til Svíþjóöar matvæli: korn, smjör, kjöt,
naut, fisk, tólg, lýsi o. s. frv. þetta leyfi var gefife í fyrra til þess
í aprílmánufei, og hefir því stjórnin lengt þaö. þrátt fyrir þetta
hafa tolltekjur þeirra vaxiö þetta ár, en þó verzlun meira.
I sumar komu á prent lög um fræösluskóla, þau voru í 4
kapítulum og 140 greinum. Skólar þessir eru bæ&i handa þeim,
sem sííar meir ætla aÖ lesa til embætta, og fyrir þá, er ætla sér
aö framast og menntast í bóknámi, eöur nema þar gagnfræÖis-
kennslu; eru þeir því jafnframt handa lærÖum mönnum og menuta-
mönnum og gagnfræöíngum. Skólar jiessir eru tvenns konar, æöri
og lægri; eru bekkir fleiri og kennsla meiri í hinum æöri, þar eru
bekkir 8, og er ætlazt til, aö piltur sé vetur í hverjum þeirra og
2 í hinum efsta. Skólatíminn er 36 vikur; kennslustundir eru
30 í neösta bekk, en í efsta 28, og í öllum hinum 32, vikuhverja;
piltum eru og kenndir fimleikar alls konar, söngur og uppdráttar-
list öÖrum stundum, umfram þær, sem nú voru taldar. Frakkneska
er mest kennd af öÖrum túngum en sænsku, þýzka og enska minna;
nú er þar kennd danska og norska, en eigi var svo áöur. Enginn
þarf aÖ læra latínu né grisku framar en hann vill, og ekki eru þau
mál kennd fyrr en í fjóröa bekk. Konúngur nefnir skólameistara
um á ár í senn aö ráöi biskups og skólaráÖsins; áöur kusu kenn-
ararnir hann árlangt. Biskupar eru æÖstu tilsjónarmenn skólanna,
í sínu biskupsdæmi hver; þeir eiga aö sjá um, aö kennslan verÖi
aö þeim notum, sem til er ætlazt, og aö kennararnir svíkist ekki
um; þeir eiga aö bæta úr því sem áfátt er, eöur beiÖast umbóta,
ef þeir geta eigi ráöiö bót á því þegar í staö; þeir eiga aÖ ráöa
úr því sem viÖ þarf, eptir því sem þeim sýnist ráölegast, ef eigi er
lögskipaö á annan hátt, eöur alls ekki fyrir skipaÖ.
Ekki vitum vér af fleirum nýmælum aö segja en nú voru
nefnd; enda hefir þíng eigi enn þá lengi staöiÖ. Bezta samlyndi
hefir níi veriö meÖ stjórn og þíngi, og allt á annan veg en á síö-
asta þíngi. Konúngur hefir og skipt um ráögjafa, vikiö þeim frá,
er miöur voru þokkaöir, en kosiö sér aöra, er vinsælir voru og