Skírnir - 01.01.1857, Side 39
Noregur.
FKÉTTIR.
41
lögum Englendínga, er sett voru undir Vilhjálmi fjórfca; en lög
þessi hafa þar illa gefizt a& áliti vitra manna', og svo mun vífear
verba. þafe verbur aö bíba seinni tímanna, ab lýsa úrslitum þessa
máls og annara löggjafarmála Norbmanua.
þetta ár hefir borib enn meir á trúarbragbadeilum hjá Norb-
mönnum en ab undanfórnu. Lammers prestur, sem getife var í
fyrra, hefir nú sagt af sér embættinu og stofnab nýjan söfnub, er
hann kallar (lfrjálsan postullegan söfnub.” Kenníng Lammers og
safnabar hans er í því frábrugbin kenníngu lúterskrar kristni, ab
hann kvebst fara ab eins eptir heilagri ritníngu, en játar eigi ásamt
henni trúarjátníngar kristninnar. Börn eru primsignd en ekki skírb
fyrr en þau eru komin svo til aldurs, ab þau geti sjálf gjört grein
fyrir trú sinni. Lammers hefir og tekib upp nýja kristnisibu, sem
í flestu eru líkari þeim, er tíbkubust á dögum postulanna og í hinni
fyrstu kristni, en þeir sem nú eru hafbir í kristnum söfnubum;
hann safnar trúarmönnum sínum saman opt í viku og fremur bæna-
gjörb, má þá hver er vill standa upp og prédika. Enginn þarf
ab láta skriptast framar en hann vill, og ekki þarf aflausn ab fylgja
kvöldmáltíbinni. Lammers er miklu sibavandari fyrir sig og sína
menn en abrir prestar. Meb fyrsta voru þeir fáir, er tóku postula-
trú þessa, en ekki leib á löngu ábur fleiri fylgdu á eptir; eru nú
2 söfnubir stofnabir norbur í Trums á Finnmörk, er tekib hafa trú
þessa. Fleiri trúarflokkar hafa risib upp í Noregi þetta ár; einn
þeirra eru Háttúngar (Methodists), sem nú eru iflestir í Bandafylkj-
unum í Vesturheimi, er og sagt, at þeir sé þaban komnir til Noregs.
Trúarflokkur þessi hefir absetur sitt í Fribreksstab; prestur þeirra
heitir Willerup. Landstad nokkur, prófastur í Fribrekshöll, varb
æfur útaf trúarbobun Willerups, og bab sýslumanninn libs til ab
reka Willerup meb samtrúendum hans út úr prófastsdæmi sínu; en
sýslumabur svarabi því, ab hann væri hvorki eptir landslögum né
samvizkulögum sínum skyldur til ab taka fram í trúarbragbaþrætur
manna. En er prestur sá, ab ekki var ab hugsa til hjálpar úr
þeim stab, þá lét hann prenta öll þau bréf, er böfbu farib milli
hans og sýslumanns, og kvartabi yfir varnarleysi kristilegrar kirkju,
) M.c. Culloch. Principles of Political Economy.