Skírnir - 01.01.1857, Blaðsíða 88
90
FRÉTTIR.
Bandafylkin.
þeir hafa flesta kosti og ókosti forfefcra vorra til aö bera, auk þess
sem þeir hafa afl svo margfalt meira, og geta hagnýtt sér alla þá
yfirburbi, sem hyggjuvit og reynsla manna hefir áunniö sér síöan,
og sem menn kalla framfor tímans.
Vér höfum áÖur skýrt frá því í tímariti þessu, aÖ flokkadrættir
væri allmiklir í Bandafylkjunum, og skal nú getiö hinna helztu.
Einn flokkur er sá, er halda vill fram mansali og hafa þræla, þá
köllum vér J>ýhafendur eöur þýverja, en hinn flokkinn, sem
þessum er gagnstæÖur og vill hvorki hafa mansal né þræla, þ>ý-
hafnendur eöur þýfirringa. J>á eru og tveir aÖrir flokkar,
Lýöveldismenn og þjóÖveldismenn, þeir fylgja sinn hvorum;
Lýöveldismenn fylgja þýverjum, en þjóöveldismenn þýfirríngum.
Örvitríngar eru hinn fimmti flokkur manna, og gætir hans nú haröla
lítiö. þýverjar búa í suöur- og austurfylkjunum, en þýfirríngar í
noröur- og vesturfylkjunum; en þýfylkin eru 15 aö tölu, en hin
fijálsu 16, þau eru þó talsvert mannfleiri, munurinn er hérumbil
sem 23:15. Agreiníngurinn milli þýverja og þýfirrínga er ekki
aö eins fólginn í því, hvort þræla skuli hafa eÖur eigi, heldur er
hann falinn í ólíkri hugmynd og skoöun á réttindum mannsins og
fyrirætlun hans, á skipun mannfélagsins og á stjórn þess. þý-
verjar vilja hafa aö eins nokkra menn frjálsa, sem megi þrælka
hina: múgann, sem eigi sé til annars hæfur en aö á honum sé erjaö
alla æfi; hinir frjálsu menn, höföíngjarnir og eigendur skrílsins,
geta aÖ eins veriö frjálsir, eptir áliti þýverja, ef þeir þurfa ekki
aÖ taka neitt handartak sjálfir, heldur láta þrælana vinna allt fyrir
sig; þeir fyrirlíta vinnuna, eins og fornþjóöir suÖurlanda, og álíta
aÖ strit og erfiöi sé ósamboöiö hverjum frjálsum manni. Einn af
þýverjum, Fitzbugh aö nafni, hefir samiö bæklíng nokkurn, er
hann kallar (iSocialogy” (FélagsfræÖi), þar segir hann svo :
uþaö er hlægilegt aö hugsa sér, aÖ allir menn skuli eiga jafnan
rétt, þar sem hitt er þó miklu sannara, aÖ sumir fæöast meÖ sööul á
baki, en aÖrir meÖ spora á fótum til aÖ riöa hinum; sööulbakarnir
eru skapaöir til reiöar, og þurfa aÖ sjá svipuna og finna til sporans."
í blöÖum þýverja standa og margar greinir þessu líkar, til dæmis
aö taka: „Ef vinnumaÖurinn er þræll, hvort sem hann er nú
hvítur eÖa svartur aÖ lit, þá er allt rétt og eins og þaö á aö vera;