Skírnir - 01.01.1857, Qupperneq 98
100
FRÉTTIR.
Friðurinn.
og Frakka, og leita allra bragba vib til ab draga Napóleon til sín
og fá hann á sitt mál. Rússar strá gulli á götu manna, og kaupa
mefc því vináttu þeirra, og höfbíngjunum gefa þeir gjafir og dýr-
mæta kjörgripi: dósir og bauka og bílæti Rússa keisara, nafnbætur
og „orbur”, og alls konar gyllíngargjafir, einúngis til þess a& fá
menn til aö falla fram og tilbibja sig. Rússland glepur þannig
sjónir fyrir mörgum höfbíngjum; er þaÖ og svo, að annaðhvort
fylgja stjómendurnir Rússum ebur Englum, ebur þá ramba á mill-
um beggja. A Englandi er sönn þjóöstjórn í raun réttri, þó þaö
heiti ekki svo í orbi kveðnu, með því a& meiri hluti atkvæða í neðri
málstofunni ræfcur, hver sé æbsti rábgjafi, en þjóbin ræður, hverir
ju'ngmenn eru. Málstofan enska er að lögum ekki annab en ráð-
gjafarþíng í öllum löggjafarmálum, nema hvab hún hefir fjárhags-
rétt; en aldrei dettur stjóminni í hug ab setja önnur lög í landinu
en þau, er málstofurnar rába til. í Rússlandi er í annan stab full-
komib alveldi, þar ræbur keisarinn einn öllu, og þess vegna er þab
ríki líka voldugt, ab minnsta kosti til ab sjá, því jafnan er mikib
afl í mannmörgu félagi, og mikib átak verbur þá er allir leggjast á eitt,
hvort sem þab er eptir skipun eins manns, er öllu ræbur, ebur þab
er eptir allra hvöt og eigin vilja. En ekki ])ykir þurfa ab taka
þab fram, sem allir vita, hversu miklúngi meira afl fylgir fyrir-
tækjum þeim, er allir gjöra af eigin hvöt, af frjálsum vilja og fullri
sannfæríngu um, ab fyrirtækib sé rétt og gott, heldur en hinum,
sem allir gjöra í blindni, eptir skipun eins manns, en eru sjálfir
sannfæríngar og vilja lausir. En þessi er munurinn á frjálsri þjób-
stjórn og óbundnu alveldi.
Vér höfum ábur getib þess, ab Cavour greifi, æbsti rábgjafi
Sardiníumanna og fullræbismabur þeirra á fribarfundinum í París,
kom fram á fundinum meb umkvörtun yfir ástandi og hag Ítalíu,
en Buol frá Austurríki fékk eytt málinu á fundinum. Ritabi
Cavour þá bréf 24. marz til þeirra Clarendons og Walewskis,
og annab bréf 16. apríl til Engla og Frakka stjórnar, og lýsti
þar yfir hörmúngum ítala, hversu þeir væri hnepptir í þrældóm
og settir í dýflissur fyrir litlar ebur engar sakir, einkum í rikjum
páfa og Sikileyja konúngs; benti hann meb alvarlegum orbum
á, ab slíkt ástand gæti eigi lengi stabib og hlyti ab leiba til