Skírnir - 01.01.1865, Blaðsíða 158
158
FRJETTIR.
Banclarfkin.
vottaBi þa8 meí endurkosningnnni, a8 hún fann engan hæfari til
a8 standa í hans spornm. í niðurlagi jþess brjefs, er Drouyn de
Lhnys ritaði sendiboSanum í Washington til aS tjá samhryggS
keisarans og þjóíarinnar, segir svo: (ihonum (Lincoln) auSnaSist
aS sönnu eigi aS lúka verki sínu til fulls, en þegar sagan telur
þa8 allt saman, er sýnt hefir raun um stillingu hans og hyggindi,
um hugrekki og föSurlandsást, mun hún eigi hika sjer viS að setja
hann í fremstu röð þeirra manna, er hafa unnið ættjörSu sinni
mestan sóma”. J>aS má enginn hugum hyggja, hverju þessi at-
burSur má skipta um málalokin þar vestra, því aS svo komnu
Jaótti öllum helzt von um, aS Lincoln tækist betur en öSrum aS
setja styrjöldinni, sökum rjettsæis og meSalhófs. Svo segir Stanton,
hermálaráSherrann, aS hann hafi aldri sjeS Lincoln meS glaSara
bragSi en á ráSstefnunni urn morgúninn, þann dag er hann var
myrtur. Honum hefSi farizt fagnaSarlega orSin um tilkomu friS-
arins, innanríkis og utan, en vægSarsamlega um uppgjafir saka
viS þá er til annars hafa unniS. Öllum þykir efi á, aS hinn nýi
forseti fari svo hlífSarsamlega aS uppreistarmönnum, sem hinn
myndi hafa gjört, og flestir ætla aS betur myndi gegna.
Andrew Johnson, enn nýi forseti, er fæddur 1808 í Raleigh
í NorSurkarólínu. Hann er af fátækum foreldrum, sem Lincoln
var, og missti föSur sinn er hann var þrjevetur. MóSir hans kom
honum til saumamanns (skraddara), en hafSi eigi efni á aS láta
hann nema neitt á bók, og fyrir happalegan atburS lærSi hann aS
lesa í saumastofu skraddarans Svo bar viS, aS maSur kom opt-
lega í stofuna og las upp ýmislegt úr bókum fyrir saumasveinunum,
en hann bar snjallt fram, svo aS drengnum fannst mikiS um og
hlýddi hann meS athygli á þaS er maSurinn las, en sumt af því
voru ræSur enskra mælskumanna. Drengnum varS nú ekkert hug-
stæSara, en aS geta orSiS svo vel læs sem þessi maSur var og
mega kynna sjer ræSurnar á bókinnihans. Hann fjekk nú stafrof
og baS sjer tilsagnar af sveinunum. ASkomumanninum leizt vel
á unglinginn og gaf honum bókina, er hann falaSi aS láni, en
hjálpaSi honum síSan í stöfun og lestri. Johnson fjekk nú mikla
ást á bókinni sinni og las í henni um nætur, en útvegaSi sjer
síSan fleiri bækur og las þær meS miklum áhuga, er vinnunni var