Skírnir - 01.01.1871, Page 17
INNGANftUB.
17
eru nokkrar líkur —, aS Prim hefSi lengi haft þetta rá8 á prjón-
unum, þó allt færi á mikilli huldu, og menn hefðu, einkum í
júní mánuði, tekið eptir þeirn sendiskeytum, sem fóru jþá í hrifu
— stundum hundrað á dag, milli Berlínar og Madridar. AS |>ví
leyti var þetta eigi nýlunda með öllu, er raálinu hafði verið
hreyft áður, eða um vorið 1869. Sendiboði Frakka kvað þá
hafa iátið Bismarck strax vita, að stjórn keisarans hlyti að verða
því mótfallin, ef menn vildu koma prússneskum prinsi til ríkis á
Spáni. Bismarck á þá að hafa tekið öllu sem fjarst og sagt, að
slíkt gæti aidri komið til mála. Benedetti innti og til ens sama
við Thile, er jafnan hefir umboð Bismarcks í stjórn utanríkismál-
anna, og fjekk af honum þau sömu svör, að til þess ráðs mundi
enginn hugsa, svo að alvöru gegndi1. Af því málið var nú svo
upp tekið, eða með þeirri leynd, sem var á vikið, varð öllum
nokkuð hverft og bilt við fregnina og tilkynningu stjórnarinnar á
Spáni. þann 4. júlí ljet stjórn keisarans lýsa því yfir í Berlín,
að henni þætti sjer og Frakklandi snúinn vandi á hendur, er
prinsinn hefði þegið boð Spánverja. Bismarck var þá á garði
sínum (Warzin), og var Thile fyrir svörunum. Hann sagði, að
stjórn konungs væri með öllu utan við þetta mál, og henni væri
líka ókunnugt um, hvar samningunum væri komið með prinsinum
og stjórninni á Spáni. Sama daginn áttu þeir Ollivier og hertog-
inn af Grammont tal við Werther, sendiherra Prússakonungs í
París, og báðu hann tjá fyrir herra sínum, hvernig stjórn Frakka-
keisara yrði að líta á þetta mál. Allir vissu, að til hans kasta
yrði að koma, og að prinsinn mundi aldri án hans leyfis taka
við tign á Spáni. Flest þeirra blaða í París og víðar, er stjórn-
inni voru sinnandi, höfðu þegar tekið til nýlundunnar með mikl-
um gífurleik, og sagt, að Prússar vildu sigla hjer Frakklandi á
veður, seilast til meginráða á suðurhluta Norðurálfunnar og raska
öllu ríkjajafnvægi. Sum þeirra komust svo að orði, að þeir
*) Sumar sogur segja, að j)á taafi verið talað um ýngra brdður prinsins,
|>ann er Friírik heitir, og að Evgcnia drottning hafl jafnvel stuðt
mátið. En hún hafi um leið haldið þeim ráðahag (úr sinni ætt) fram
við prinsinn, er stjórnin á Spáni vildi eigi fallast á.
Skírnir 1871.
2