Skírnir - 01.01.1871, Page 36
36
ÓFRIÐURINN.
halda varaliSinn til vopnaburSar, sem rá8 var fyrir gert, og nú
var mestur hluti þess eintómir viBvaningar, er til skyldi taka.
Sama er aS segja um borgaliS eSa borgaraliSiS — er ella er
vant aS taka viS varSgæzlu í borgum og búa sig til varna, er
stríS ber aS höndum —; því hafSi stjórn keisarans eigi viljaS
selja vopn í hendur, sökum ótta og tortryggni. Stofnherinn var
hvergi nærri þeim afla aukinn, er menn höfSu ætlaS, eSa vart
meir en rúmlega 200,000. Herinn, er sótti austur til móts viS
J>jóSverja, eSa austur til Rínar, var í 7 höfuSflokkum (corpsjj
auk varSliSs keisarans, og aS öllu samtöldu mun sóknarliS Frakka
eigi hafa fariS fram úr 260 þúsundum. Fyrir fyrsta flokki (hver
flokkur hjerumbii 30—35 þús.) var Mac Mahon („hertoginn af
Magenta"), fyrir öSrum Frossard, kennari keisarasonar, fyrir jpriSja
Bazaine marskálknr (foringi Frakka í Mexikó), fjórSa Ladmirault
hershöfSingi, fimmta sá, er de Failly hjet (foringi Frakka móti
Garibaldi viS Mentana), sjötta Canrobert marskálkur (um tíma
fyrir liSi keisarans á Krímey) og fyrir sjöunda sá hershöfSingi,
er Felix Douay heitir. Fyrir varSliSsdeild keisarans var Bour-
haki hershöfSingi, er síSar skal getiS. Yfirforustu hersins hafSi
keisarinn sjálfur, en í foringja sveit hans varLehoeuf marskálkur,
og var jpá öSrum hershöfSingja sldpaS í hans staS í stjórnarráS-
inu. J>ann 28. júlí lagSi keisarinn af staS austur til hersins meS
son sinn, og hafSi þá sett drottningu sína fyrir ríkisstjórnina. í
ávarpi sínu (frá Metz) til hersins, segir hann meSal annara orSa,
aS menn sínir eigi nú aS reyna sig viS eina af beztu hermönnum
NorSurálfunnar, en svo sje þó fyrir aS þakka, aS frakkneski
herinn hefSi boriS af jieim, er engu hafi veriS slakari. Svo muni
og enn fara, en styrjöldin muni bæSi verSa hörS og löng. Her
Frakka hafi svo reynt sig í öllum heimsálfum, aS honum sje
engar þrautir óvinnandi, en hvert sem jreir haldi út fyrir endi-
merki landsins, megi jþeir rekja frægSarferla feSra sinna. „YSur
fylgja eldheitar hjartóskir Frakklands, og á oss eru fest augu
allrar veraldar. Undir árangri vorum og sigri eru komin afdrif
frelsisins og J>jóSframfaranna“. — Hálfum mánaSi áSur á Le-
boeuf aS hafa sagt: „viS erum tvíbúnir, Jpríbúnir! og jþótti jpeim
öllum nú undarlega dragast framsókn hersins, er höfSu ætlaS, aS