Skírnir - 01.01.1871, Síða 68
68
ÓFRIÐDRINN.
varnarstjórn”, og í landvarnarnefndina komu þeir Rochcfort, Jules
Ferry, Eugene Pelletan, Glais-Bizoin og fl.' Trocliu var fyrir
hernum í París og fyrir vörnum borgarinnar, sem fyrri. Kératry
greifi (ættaöur frá Bretagne) var settur fyrir löggæzluna í París,
og Etienne Arago fyrir stjórn borgarmálanna (borgarstjóri; le
maire). — Meöan þessari skipun var komið í kring í ráSstofu
borgarinnar, höfSu flestir hægri handar flokksins og miSflokksins
gengiS á mót í höll forsetans (Schneiders) og fengu þangaS tí8-
indin. RáSiS var aS senda nefnd manna á fund hinna, og fóru
þrír af staS, er skyldu freista aS miSla málum, en Jules Favre
svaraSi því einu, aS hann skyldi flytja sjálfur fulltrúunum svör
hinnar nýju stjórnar. Öldungarnir höfSu og gengiS á fund (í
Luxemborgarhö'.l) og biSu úrslitanna í fulltrúadeildinni En er
þeir heyrSu hvaS títt var, brá þeim heldur í brún, en manndóm-
urinn og atgjörSirnar lentu allar í þvi, aS leggja sárt viS um
drengskap sinn og trúnaS viS keisarann, og atyrSa þá sem mest,
er gerSust forsprakkar fyrir I(óstjórnarráSunum’’. Til tals komst,
aS öldungaráSiS skyldi taka rögg á sig og ráSast í gegn bylting-
unni, en Baroche (fyrrum dómsmáiaráSherra keisarans) kvaS eigi
mundu þurfa aS gera neitt bráSráSiS, en allan dag til stefnu —
og nú sættust allir á eitt, og þaS var, aS þeir skyldu finnast
’) Nöfn ráðherranna og þessara manna hafa flest verið nefnd í Skírni á
undanfarandi árum, j>ar scm sagt heflr verið af viðureign flokkanna á
Parísarþinginu. Vjer látum þess þtí getið hjer, að Leon Gambetta er
xltaður frá Italíu (Gcnua) og að Crcmieux er gyðingur og einn f tölu
hinna orðlögðustu málaflutningsmanna á Frakklandi. Uann hafði dtíms-
mál á höndum i þjóðvaldsstjórninni 1848 Fourichon hefir aldri verið
í mtítstöðuflokki keisarans, og var nú fyrir flotadeild Frakka i Norður-
sjónum. — Vjer hefðum fyrr mátt minnast á leiðangur Frakka ti
Norður- og Austursjófar, er búinn var í öndverðu stríðinu, en sökum
þess, að hjer mátti svo kalla, að erindisleysa yrði farin, þykir oss
nóg, að hnýta því við neðanmáls, að hin nýja sljóin kvaddi flotann
heim aptur (10. sept.), því hún þarfnaðist nú alls þess liðs á landi og
til varna í höluðborginni, sem kostur var á. A flotanum var nokkuð
landlið (eða landgöngulið), og var það flest kvaðt til Parisar ásamt
flotaliðinu. Við þelta gátu þjóðverjar sent það lið til Frakklands, er
þeir höfðu selt til straudvarna.