Skírnir - 01.01.1871, Page 90
90
ÓFHIÐURINN.
aft leita samninga viS prinsinn um sæmilega uppgjafarkosti, en
freista a<5 rj’Sja sjer braut me8 vopnum sínum, ef þeir j’röi eigi
veittir. FriSrik Karl ljet þaS nú eptir, aS Bazaine mætti senda
einn af hershöfSingjum sinum til Vilbjálms konungs í Versailles,
en til Bourbaki spurSist alls ekki, og beiS Bazaine hans, sem
Nói hrafnsins í örkinni. þessa för tókst sá hersköfSingi á
hcndur, er Napóleon Boyer heitir, og bar hann upp fyrir þeim
Moltke og Bismarck þá kosti, sem Bazaine vildi kjósa sjer til
handa og her sínum (hina sömu, er fyrr er getiS). þeir eiga aS
hafa svaraS honum á þá leiS, aS sjer þætti ósýnt um, hvernig
þaS yrSi efnt, sem Bazaine lofaSi; þeir sæjn enga ábyrgS um
þaS mál, því þeir vissu ekki, hverri stjórn hann hlýddi og fj'lgdi.
Lögstjórn ríkisins bæri undir keisaradrottninguna, og viS hana
eina gætu stjórnendur þýzkalands samiS meS löglegu móti. Vildi
hún taka boSnum friSarkostum, þá mundi og mál hersins i Mez
snúast áleiSis — en þaS væri aS skilja, ef Bazaine vildi beitast
fyrir ríki drottningarinnar meS her sinn í gegn ólagastjórninni.
Boyer mun hafa þótt hjer tekiS því eigi fjarri, er honum og Ba-
zaine var helzt hugleikiS, og þóttist þá af góSum erindum eiga
aS segja, er hann kom aptur til Mez (18. okt.). Bazaine átti
þá þegar fund viS þá foringja, sem stórdeildunum rjeSu og fyrr
eru nefndir, og var nú ráSiS, aS Boyer skjldi fara aptur til Ver-
sailles og þaSan til Englands á fund Eugeniu drottningar, og
tókst haun enn erindin á hendur. Menn segja, aS hann hafi átt
aS bera upp viS drottninguna, aS hún skyldi taka aptur í hönd
sjer ríkisstjórnina, og balda henni í nafni sonar síns til þess hann
yrSi íullveSja. Hún skyldi kveSja til þings bæSi fulltrúa og öld-
unga einhversstaSar á NorSurfrakklandi, og láta svo þingiS staS-
festa þann friSarsamning, er henni litizt aS gera viS Prússakon-
ung. Til þessa á Bazaine aS hafa boSiS henni sinn styrk og
fulltingi. Nú gengu þó erindin eigi svo greiSlega, sem fyrr, og
stóS þar fyrir, er drottningin var. Hún var fyrst á báSum átt-
um, en er hún hugsaSi máliS betur, þótti henni í mestu áhættu
aS ráSa, og hitt öllu sýnna, aS málstaS sonar síns mundi spillt
til fulls á Frakklandi, ef hún gengi aS friSarkostum, er öll alþýSa
raanna mundi kalla landinu til svivirSu. Sumir segja, aS hún