Skírnir - 01.01.1871, Qupperneq 105
ÓFRIÐUKINN.
105
nefndur, kom nokkrum deildum þjóBverja á óvart (27. desb.), og
miSsvæ&is milli Orleans og Le Mans, og stökkti þeim á fiótta,
en allmargir urSu handteknir. — FriSrik Karl sótti suður fyrir
austan Orleans og rjezt yfir fljótiS vib bæ, er Gien heitir. Hann
ljet nú her sinn sveima nokkuÖ vestur á bóginn, en hitti eigi
annaÖ fyrir á leið sinni en smádeildir, eöa blaupadeildir, er
stukku undan eptir skammt viÖnám gegn forvarÖaliÖinu. Prinsinn
hjelt aptur noröur aö Orleans með meginher sinn, því hann- varö
nú þess áskynja, sem var, aÖ Bourbaki haföi stefnt aÖra leiö,
haldið lengra í landsuður, eða þangað sem hann fjekk gott tóm
til að draga að sjer meiri liðsafla. — Vjer skulum nú geta þeirra
tíðinda, er urðu á öðrum stöðum innan útgöngu desembermánaðar.
Vjer gátum j?ess síðast norður frá, að þjóðverjar höfðu á
sínu valdi borgirnar Amiens og Búðu. Goeben hershöfðingi Ijet
sveitir sínar sækja vestur til hafsins og náði stöðvum við Dieppe,
en þegar lið hans var á leið til Havre (sunnar), fór að bæra á
framsókn Frakka að norðan frá kastalaborgunum (Arras og Lille),
og vildi hann þá eigi verða of fjarri, ef Manteuffel kynni að verða
forviða fyrir. Foringi Frakka hjet Farre, sá er ósigurinn hafði
beðið við Amiens, og tók sá við forustu norðurhersins af hon-
um, er Faidherbe heitir, er kvað vera einn af ágætari herforingj-
um í liði Frakka. í miðjum mánuðinum (des.) tók Faidherbe að
halda liðinu aptur suður til móts við þjóðverja, og hafði hjer-
umbil 60 þúsundir manna. þann 22. des. stóð hann við Amiens,
eða skammt þaðan, og bafði herbúðir sínar á blíðum eða hálsum
norðanvert við dallendi nokkuð, en þar voru þá Prússar fyrir
sunnan. Faidberbe Ijet nokkrar deildir taka sjer stöðvar í þorp-
um þeim er voru í dalnum. Á rennur eptir dalnum og við bana
liggur eitt þorpið og heitir Pont-Noyelles. Litlu fyrir hádegi
þann 23. sást til þjóÖverja fyrir sunnan og runnu fylkingar þeirra
fram raeð fallbyssuvagnana, og nú tókst skotbríðin með miklum
ákafa. Hjer riðu sendingar á milli úr 70—80 fallbyssum hvorrar
handar, og gekk svo fram yfir nónið. J>á var nær gengizt, og
reyndu Frakkar að reka þá aptur með áhlaupum, er sótt höfðu
niður í dalinn og tekið stöðvar í enum syðri þorpum. Hjer varð
hinn grimmasti bardagi, og þykjast hvorir um sig hafa rekið