Skírnir - 01.01.1871, Page 135
FRAKKLAND.
135
hjákonum, er þeim varS ná8. Rochefort hafSi mælt sjer mót
við vinkonu sína eða fylgikonu í Bryssel, áður hann lagði þangað
af stað frá París. Sje, sem margir bafa sagt, um ófarir Frakk-
lands að kenna — að minnsta kosti með fram — ljettúð, spilltum
siðum, hjátrú og trúarleysi, Jtá eru það siðst slíkir menn, er
geta bætt hagi þjóðarinnar eða leiðt hana á rjetta uppreistarstiga.
Látinna getum vjer af enum nafnkenndari fræðimönnum og
listamönnum Frakka: Prosper Merimée, er dó í byrjun október-
mánaðar, 67 ára að aldri. Hann er af öllum talinn meðal hinna
beztu snillinga Frakklands fyrir skáldsögur sínar og önnur sagna-
rit (t. d. um fornmenjar); Paul Emill Botta (ættaður frá Ítalíu)
er hefir fundið rústir Niniveborgar og samið ágæt og afardýr rit
um fornmenjar Assyríu. Hann hefir og átt góðan þátt að þýð-
ingum hins fornpersneska og assýrska strýtuleturs; Aubers, liins
nafnfræga Ijóðlagasmiðs, er nýlega er iátinn (í maí) næstum ní-
ræður að aldri; Alexanders Dumas, er dó í fyrra sumar. Eptir
hann liggur meira af skáldsögum en flesta menn aðra, og hefir
flest þótt skemmtilegt.
í t a 1 i a.
þegar ítalir og Prússar gerðu samband sín á milli 1866,
höfðu hvorutveggju sama mið fyrir stafni, þjóðlega ríkiseining á
Ítalíu og þýzkalandi. Árið sem leið hefir og hvorumtveggju
tekizt að ná miðinu. Undir eins og Frakkar höfðu orðið að
kveðja lið sitt á hurt frá Rómi, fór að brydda á óeirðum í lönd-
um páfans og í Rómaborg, en fyrra hluta sumars höfðu verið all-
miklar flokkagöngur á allri Ítaiíu af völdum þjóðvaldsmanna, og
nú tóku Garibaldingar þegar að hugsa til nýrra innrása í páfa-
löndin, og vildu nú ná hefndum fyrir ófarirnar hjá Mentana.
Meira gerðist á þessar ókyrrðir, er frjettirnar heyrðust frá Sedan,
og þá ætlaði allt að verða í uppnámi hjá blessuðum páfanum.
Stjórnin í Florens vissi vel, hvaðan aldan reis undir og að þjóðvalds-
menn voru kornnir í leikinn — sjálf þóttist hún við ekkert riðin;