Skírnir - 01.01.1871, Qupperneq 162
162
TYRKLAND.
kallaSur var „hinn þýzki“, og varS eigi öllnm þeim bjargaS, er
þar lágu sjúkir. þaS sem hjer eyddist í hnsum og mnnum, var
reiknað á 45 mill. danskra dala.
Látinna skal geta tveggja manna. Annar þeirra er Omar
paska, er nú var landstjóri í Bagdad, en hefir veriö einn hinn
bezti foringi fyrir liSi soldáns og honum opt hinn þarfasti, og
vel signrsæll móti Rússum í striSinu seinasta. Hann var kristinn
á yngri árum (frá Króatalandi) og hjet þá Mikael Lattos, en tók
sjer hitt nafnið, er hann gekk af trúnni. — Hinn er Schamyl (dó
18. apríl þ. á. 79 ára gamall), er lengst hjelt vörnum uppi móti
Rússum í Kákasusfjöllum. Hann settist a<5 i Medina í Arabíu, er
Rússar ljetu hann lausan fyrir fáum árum.
Grikkland.
Hjeöan er ekkert aS herma, þaS er tíSindum sætir. Konungur
og stjórn hans varS í miklum vanda staddur eptir morSin hjá
Maraþon, sem í fyrra var getiS; því blöS Englendinga og sumir
á þinginu eggjuSu til atfara og aS setja herliS á varSstöSvar í
landinu, er stjórn þess væri þess svo lítils um komin aS gæta
almennra griSa. Konungur og ráSherrar hans svöruSu öllu stillt,
en einarSlega, og kváSu viS meiri vanda hætt, ef svo yrSi ráSiS
— og konungur mun hafa gefiS í skj'n, aS hann mundi eigi halda
völdum á ófrjálsu og forræSislausu landi. Grikkjum varS þaS og
aS hjörg í málinu, aS fleiri áttu hlut aS en Englendingar, og aS
Italir áttu sömu sök aS kæra — en hjer kom viS sáran staS hjá
þeim sálfum, er um ránin var talaS eSa morSin og stigamennsk-
una. þá bar og svo til, aS enskir ferSamenn voru teknir hönd-
um nálægt Gibraltar af spænskum stigamönnum. Menn urSu því
aS játa, aS hjer væri eigi um eins dæmi aS vjela, og aS þaS
yrSi ósanngjarnt aS snúa þyngra máli á hendur Grikkjum eSa
stjórn þeirra en öSrum. Málinu lauk viS þaS, aS stjórn Grikkja-
konungs galt mikiS hótafje erfingjum hinna myrtu manna, þeim
er þess voru þurfandi og viS vildu taka (t. d. ekkju ensks
manns, er Lloyd hjet), en Ijet taka alla ræningjana af lífi, þá er