Skírnir - 01.01.1871, Side 176
176
svíÞjóð og noregur.
um. Talið var, að tolltekjurnar mínkuðu við þetta um 31,000 spesía.
Kíkisskuldir Norðmanna eru 7,169,000 spesía. — Að lögaim má þingið
eigi eiga lengri setu en þriggja mánaða, utan stjórnin leyfi. Nú var
lengingar leitað, en hún fjekkst eigi, og lýsti þingið yfir óánægju
sinni eptir uppástungu og orðaaðkvæðum forsetans (Sverdrups), því
þá voru ýms mál eptir eða hálfrædd, er þingtíminn var á enda. Hjer
var svo orðum að kveðið, að í öðrum löndum mundi vantrausti þótt
lýst yíir til stjórnarinnar, en í Noregi er eigi svo að slíku farið sem
annarstaðar, þar sem aðrir hvorir verða að víkja úr sæti — ráðherrar
eða þingfulltrúar —, er þeim ber svo á milli og því er yfir lýst.
Af landshag beggja ríkjanna mætt mart segja, en vjer höfum
hvorki rúm nje tíma til þess í þetta skipti. Verzlun beggja er í bezta
uppgangi, ásamt iðnaði, smíðum og flestri annari atvinnu. Verzlun
Svía við Frakka hefir. orðið tvöfalt meiri, eptir verzlunarsamninginn,
við það er var 1864. Iðnavinna, verknaður og smíðar þeirra voru
metnar að samtöldu á 82,320,000 s. d. fyrir árið 1869. Komu þar
26 V® milljón á tóvinnu og baðmullarvinnu, 77/io mill. á smíðar og
rúmlega 14 mill. á sykurgerð. í báðum ríkjum er mikið skattgjald
lagt á brennivínsgerð og sömuleiðis á veitingarsölu. í Gautaborg
hafa menn gengið í fjelag og keypt veitingarjettinn og haldið því fje
saman til bæjarþarfa, sem græðst hefir á sölunni eða veitingunum. í
fyrra runnu þaðan 200,000 dala inn í borgarsjóðinn. Norðmenn hafa nú í
ráði að taka þetta upp í surnurn bæjum. —'Hvorutveggju leggja nú
mikla stund á að fjölga «háskólum» fyrir bændur, sem Danir hafa
gert, og hefir drjúgum á aukizt töluna árið sem leið. Norðmenn hafa
Dani nokkuð meir til fyrirmyndar í þessu efni, en Svíar, og eru eigi
fáir af forstöðumönnum skólanna Grundtvigssinnar; en (sem getið var
í fyrra) eru upptök skólanna þeim einkum að þakka í Danmörk.
Fiskiafli Norðmanna á Lófæti var í fyrra í góðu meðallagi. Að
því tölu varð á komið, var hann 22 milljónir (þorska) og var helm-
ingurinn saltaður. Af lýsi fengust 30 þús. tunna og af hrognum 20
þús. Af höfðunum voru 6 milljónir hirt til áburðar, en fiskslóg er
betur nýtt í Noregi en hjá oss, og verður þar að góðum kaupeyri. í
vor kvað síldfiski Norðmanna hafa brugðizt til mikilla muna, en yfir
þorskaflanum í Lófæti er vel látið.
Sem getið hefir verið fyrr í riti voru, er það nú orðið títt, að
sumir fræðimenn háskólanna á Norðurlöndum, er mikið þykir að kveða,
heimsækja höfuðborgir og háskóla frændþjóðanna og halda þar fyrir-
lestra mánaðartíma, eða um það bil. í fyrra fór Madvig til Kristj-
aníu og hjelt fyrirlestra um «eðli málsins, viðgang þess og líf». —
í 50 ára minning um sambandið milli Noregs og Svíaríkis var sjóður
stofnaður 1864, og skal leigum hans varið þeim manni til launa eða
styrktar af hverri þjóðinni fyrir sig, er stundar hinnar hagi og hætti,
en til þeirra skal eigi tekið fyrr en hann er oröinn 20,000 dala.
Vantar nú á rúmar fjórar þúsundir.
Svíar hafa nú kastað eign sinni á Spizbergen eða helgað sjer
þar landnám til bólgerðar og setu fyrir þá menn, er sendir verða til
að taka eptir veðráttu og kanna þar enn betur allt eðli lopts, lands