Skírnir - 01.01.1888, Síða 11
EVKÓPA ÁRIÐ 1887.
13
Stambúloff sagði, að Ferdínand af Coburg mundi taka við
furstatign, ef hann yrði kosinn. Furstakosningin fór fram 7.
júlí og Ferdínand var kosinn með miklum atkvæðaíjölda.
Nefnd manna var síðan send eptir honum til Vínar. Ferdí-
nand bjó í höllinni Ebenthal nálægt Vín og tók hann mæta
vei við sendimönnum, þakkaði fyrir kosninguna með fögrum
orðum og sagði, að hann væri boðinn og búinn að fara með
þeim, ef það væri vilji stórveldanna og soldáns. þetta líkaði
sendimönnum ekki en biðu samt og biðu, heilan mánuð, meðan
Ferdínand var að leita fyrir sér hjá stórveldunum enda gaf
hann þeim góðar vonir. Hann ritaði nú Rússakeisara bréf og
fékk það svar, að allt þetta atferli Búlgara væri ólöglegt. Nú
fór sendimönnum að leiðast, en blaðmenn frá Vin sátu um
Ferdínand dag og nótt og tindu upp orð hans og gjörðir.
Ferdínand vissi að Austurrikismenn og Ungverjar voru honum
vinveittir og að þeir leyfðu búlgörskum unglingum að ganga
á hermannaskóla sina. Honum hugsaðist nú það snjaliræði,
að fara að stórveldunum fornspurðum, því hann sá að enginn
mundi leggja úti, að senda her til að reka sig burt þaðan og
þó að einhver vildi gera það, þá mundu hin stórveldin ekki
leyfa það. Við soldán var hann ekki hræddur. Hann lagði
af stað. Stambúloff og aðrir höfðingjar tóku á móti honum
á Dóná, þar sem hún skilur löndin. Ræður og fagnaðarskothríðir
dundu um hann, en hann varð að bregða fyrir sig frönsku,
því hann kunni iitið sem ekkert i búlgörsku. Alexander var
ekki betur fagnað, þegar hann kom úr herferðinni móti Serbum.
Hann var borinn á öxlum hermanna um göturnar í sumum
bæjum, enda veitti hann óspart kampavín, þvi maðurinn er
vellauðugur. Móðir hans er af hinni ríku Orleans-ætt og hafði
hún eggjað hann manna mest á þessa för. Nú lögðu Rússar
fast að Tyrkjasoldáni, að hann skyldi reka þenna gest úr lönd-
um sinum og neyta réttar síns. En sjálfur Hundtyrkinn vildi
ekki verða til, að hengja bjölluna á köttinn, hvað þá heldur
aðrir. Sendiherra Englendinga í Constantinopel, White, sat
líka stöðugt við annað eyrað á honum og vóg salt við Nelidoff,
sendiherra Rússa. Nú kom atvik fyrir, sem sýndi að Bismarck