Skírnir - 01.01.1888, Side 18
20
EVRÓPA ÁRIÐ 1887.
land sjálft með írlandi og Skotlandi er ekki nema V70 hluti
Bretaveldis. Rómaveldi í allri sinni dýrð var ekki nema fjórð-
ungur þess að víðáttu. Rússaveldi er töluvert minna að við-
áttu, þó allar óbyggðir séu reiknaðar með. Og þetta flæmi
er ekki klettaklungur og isjöklar heldur frjóvsömustu og fögr-
ustu lönd i heimi, mestur hluti þess. íbúar Bretaveldis eru
nær 320 miljónir eða fjórðungur mannkynsins. Landfræðingar
reikna fjölda mannkynsins misjafnt; það leikur á 12 —14,000
miljónum. Til að sýna, hvernig þessar 320 miljónir skiptast
niður á Bretaveldi, set jeg lista sem um leið sýnir hversu
mikið fjölgað hefur siðan 1837.
England (með Skotlandi 1837. 1887.
og Irlandi); Indland með Birma og eyj- 25 miljónir 37‘/2 miljón
um fyrir sunnan Asíu: 90 — 264 —
Canada: 1,472,000 4,990,000
Ástralia: 134,000 4 miljónir
Suður-Afrika: Eignir vestan og austan til 142,000 2 —
á Afríku og eyjar: Eyjar við Mið- 0g Suður- Ameriku 0g eignir á 1,200,000
meginlandi þar: Eignir i Evrópu (Kyprus- 1,570,000
ey, Malta osfrv.): Eignir við rauða hafíð 0g 400,000
á Kinlandi; 235,000 315,895,000
Jeg skal geta þess, að hér eru ekki talin með Indlandi
riki undir Himalayafjöllum, sem ekki eru nema að nafninu til
háð Englendingum og hafa 3—4 miljónir ibúa. I hinum fjór-
um siðast nefndu pörtum Bretaveldis fengust ekki áreiðanlegar
tölur fyrir árið 1837. Til dæmis um hverjum geypi-framförum
Canada hefur tekið á 50 árum, má geta þess að í Manitoba
bjuggu 1837 fáeinir Indianar á strjálingi. Nú búa þar 135,000