Skírnir - 01.01.1888, Síða 23
ENGLAND.
25
1880, þegar hann steypti Beaconsfield. Walesbúar fylgja honum
flestir i hinu írska máli og af 30 þingmönnum þaðan fylgja 24
honum. þeir eru keltneskir að kyni og heimta sjálfsforræði
fyrir sig þó þeir séu ekki nema 1V2 miljón að tölu. þeir
þrjózkast við að borga tíund til biskupakirkjunnar ensku, enda er
ekki nema Ve þeirra í henni. Gladstone hélt ótal ræður á
járnbrautar-stöðvum og vögnum og víðsvegar. Hann kvaðst
vona að hann lifði úrslit írska málsins og þá kæmi Wales á
dagskrá; hann sagði, að meiri hluti Englendinga fyrir utan
England, sem væri miklu fleiri en Englendingar sjálfir (70
miljónir, en Englendingar 37), væri sín megin. Stjórnin kom með
uppástungu, þegar aptur var gengið á þing. Annari umræðu
glæpafrumvarpsins skyldi lokið kvöldið 10. júní kl. 10, hvað
margar breytingartillögur sem væri óræddar þá. Irar versnuðu nú
enn. írskum þingmönnum var bannað að koma á fundi, sum-
um í viku, sumum i hálfan mánuð vegna óbótaskamma um aðra
þingmenn. Hinn 8. dag júlím. var 3. umræðu frumvarpsins
lokið í neðri deild, en daginn eptir fjölgaði flokk Gladstones.
þann dag voru aukakosningar til þings í Coventry og Harting-
tonsflokkur missti þar mann og hafði misst annan 1. júli við
kosningarnar í Spalding. Um sama leyti tók Gladstone við
heiðursgjöf frá 10,700 borgurum í New-York. Hann sagði við
sendimennina, þegar hann tók við henni, að nú væri þjóðin að
snúast á sitt mál og hann óskaði nýrra kosninga svo ekki yrði
lengur kákað við Irland og ýfð upp gömul sár. Hin nýju lög
mundu verða í höndum stjórnarinnar vopn móti henni sjálfri,
(líkt og öxin 1 höndum Grettis). Hinn 18. dag júlím. ritaði
Victoría nafn sitt undir lögin, sem síðan heita Crimes Act
(Glæpalög). En í júlílok afgreiddi þingið landbúnaðarlög, sem
áttu að friða Ira jafnframt hinum lögunum.
Nú vikur sögunni til írlands. Irar voru hættir að greiða land-
skuldir umhaustið 1886 eptir fyrirsögn Dillons ogBrjáns. þeirvörð-
ust í kofum sínum með vellandi biki, sjóðandi vatni, stækri keitu og
öllu því sem hönd á festi. Hinum ensku hermönnum þótti hin
mesta svívirða að láta afgamla karla og kerlingar skaðskemmá
sig, enda kom það fyrir að þeir borguðu sjálfir landskuldina