Skírnir - 01.01.1888, Side 27
ENGLAND.
29
Indland getur ekki stjórnað sér sjálft, því þjóðflokkarnir eru
ótal og hver höndin upp á móti annari. Indverjar segja
sjálfir, að það sé mesta hamingja fyrir landið, að Englend-
ingar stjórni þvi, Rússar geta tekið Afganistan, en svo segja
fjöllin og Indusfljótið: hingað og ekki lengra.
Atvinnuleysi og bágindi jókst í Lundúnum þegar vetraði.
Fólk lá úti og vafði utan um sig dagblöðum. Fundir voru
haldnir á hverjum degi á Trafalgar torgi og var þar hellt út
yfir auðmennina öllum þeim skammar- og blótsyrðum, sem
málið á í eigu sinni. Loks bannaði lögreglustjóri fundi á
torginu, enda var farið að hóta að leggja eld i borgina. Hinn
13. dag nóvemberm. ætluðu menn í Lundúnum að halda fund
um írska málið og atvinnuley sið á torginu ogvarð þar hörð rimma;
lögregluliðið hafði ekki við og herlið varð að hjálpa til að hrekja
menn af torginu. Fjöldi manna særðust en fáir létust af sárum.
Sósíalistar eru fáir i Lundúnum. A almennum kirkju-
fundi i Wolverhampton var foringjum þeirra boðið að
koma og tala máli sínu. Ymsir biskupar og klerkar á
fundinum viðurkenndu, að kenningar Krists og kenningar
sósíalista væru i mörgu líkar, en það væri ómögulegt að fá
mannkynið til að fylgja þeim öllum. Klerkar og sósíalistar töluðu
saman í mesta bróðerni og var þetta mjög ólíkt því, sem
tíðkast á meginlandi Evrópu. Hín ensku verkmannafélög
(Trades Unions) héldu ársfund sinn í bænum Swansea. Ymsar
uppástungur voru samþykktar á fundinum, sem voru í sósí-
alistiska átt: að hafa vinnutíma 8 klukkustundir á dag, að
heimta hærri laun o, s. frv. Skáldið William Morris, eitt af
binum 4 núlifandi höfuðskáldum Englendinga, er einn af for-
ingjum sósíalista. Englendingar eru farnir að flytja atvinnu-
lausa menn í nýlendur sínar og útvega þeim þar vinnu.
Barnardo nokkur hefur flutt margar þúsundir fátæklinga úr landi
á þenna hátt, og stjórnin ýtir undir það á ýmsa vegu.
Hinn 20. dag júním. voru liðin 50 ár siðan Victoría
drottning kom til ríkis, Hátíðahöldin fóru öll fram hinn 21.
og jeg leiði hest minn hjá þvi, að segja frá allri dýrðinni, öllum
gjöfunum og öllum gestunum. þann sama dag var hátíðlega