Skírnir - 01.01.1888, Síða 30
32
FRAKKLAND.
hinu fagra torgi, Place de ia Concorde, í Paris; hún er svart-
hjúpuð og stendur á henni: 1870 á . . . (frá 1870 til . . .).
Hinn svarti hjúpur verður ekki tekinn burt fyr en þann dag er
Strasborg er orðinn frönsk borg aptur. Má af þessu sjá, hvað
Frökkum býr innanbrjósts. í Evrópukaflanum er getið um,
hverning Schnábele-málið fór og var það að nokkru leyti að
, þakka hinum hyggna utanríkisráðgjafa Frakka, Flourens.
Ráðaneytið átti i mesta basli eins og vant er á Frakk-
landi, með að láta tekjur og útgjöld standast á. Einn þrið-
ungur rúmur af öllum tekjum Frakka gengur í að borga rentur
af rikisskuld þeirra! Útgjöld þeirra eru um 3000 miljónir
fránka og tekjurnar líkt, en svo eru aukaútgjöld, sem nema
a)lt að 200 miljónum fránka. Fjárlaganefndin var lengi að
bisa við að reyna að spara, svo að jafnvægi kæmist á og var
þvi kölluð sparnaðarnefnd. Hún vildi ekki leggja nýja skatta
á þjóðina. Frakkar seldu nú á uppboði hæstbjóðendum djásn
og dýrgripi hinna frönsku konunga og fengu inn rúmar 6
miljónir króna, en það var eins og krækiber í víti. Nefndin
vildi leggja niður ýms embætti, sem henni sýndust óþörf.
Stjórnin vildi ekki ganga að því, en þingið gekk að því 17.
mai og þá sagði stjórnin af sér. Grévy kallaði á sinn fund
ýmsa málsmetandi menn, en enginn vildi verða til að skipa
ráðaneyti án Boulanger, eins og Grévy óskaði. f>eir vissu að
slíkt ráðaneyti mundi ekki verða langlíft. Loksins í maílok
kallaði hann Rouvier, formann íjárlaganefndarinnar, til sín og
sárbændi hann um, að taka að sér það, sem enginn annar
vildi, því að nefndin hefði valdið ráðgjafaskiptunum. Rouvier
skipaði svo Boulanger-laust ráðaneyti en Flourens hélt sæti
utanrikisráðgjafa. Fám dögum áður 25. maí brann leikhúsið
Opéra Comique. Hátt á annað hundrað manna brann inni
hörmulegum dauða. Parísarbúar voru marga daga að grafa
líkin upp úr rústunum. Menn héldu, að þeir mundu gera
uppreisn, þegar Boulanger komst ekki í ráðaneytið, en þessi
hroðalegi bruni hafði sökkt þeim niður í sorg og sút, og þeir
sátu kyrrir. Boulanger tók þessu iqeð stillingu, en vinir hans
sögðu, að honum hefði verið innanhandar, að taka sér alræð-