Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 33

Skírnir - 01.01.1888, Page 33
FKAKKLAND. 35 I októberm. var Caffarel hershöfðingi tekinn fastur og um leið frú nokkur Limouzin. Var borið upp á hana, að hún hefði útvegað ýmsum mönnum fyrir peninga krossa og merki heiðursfylkingarinnar, og Caffarel hafði hjálpað henni til þess. þegar var fa'rið að rannsaka málið betur, fannst ýmislegt i húsum og skjölum frúnnar, sem sýndi að Wilson, tengdasonur Grévys, var bendlaður við málið. Mörg bréf frá honum fund- ust hjá frúnni, og kvað hann þó hafa komist yfir þau vestu og stungið þeim undir stól. Parísarbúar höfðu lengi haít ýmu- gust á, að Wilson brúkaði Grévy sem fjárþúfu og skjólshús fyrir allskonar klæki, án vitundar Grévys. Wilson er þing- maður og því varð ráðaneytið að biðja þingið um leyfi til að draga hann fyrir lög og dóm. þingið gekk enn lengra og setti nefnd til að rannsaka málið. Bréf frá Boulanger fundust hjá frúnni, en ekkert var í þeim honum til vansa. Hann varð reiður, ritaði bréf til blaðanna og sagði, að málið væri soðið saman til að steypa sér, en bogalistin hefði brugðist. Svo var haft eptir honum í blaði einu, að hermálaráðgjafinn væri suðu- maðurinn, og þegar ráðgjafi spurði, hvort hann stæði við þau orð, svaraði hann já. Hann var settur í 30 daga varðhald og þó svo vægt, að honum var allt heimilt, nema að fara út úr varðhaldsstofunni og tala við menn. Nú hélt rannsóknin áfram í máli Wilsons, þvert ofan í vilja Grévys, sem ekki vildi skiljast við börn Wilsons, dótturbörn sin. Clémenceau leidd- ist, hvað seint gekk rannsóknin og lagði spurningar um það fyrir ráðaneytið á þingi 19. nóvember. Ráðaneylið vildi fresta að svara, en meiri hluti þings var með Clémenceau. Rouvier fór þá til Grévys og sagði af sér. það er hið tólfta ráðaneyti, sem Grévy hefur haft siðan 1879, er hann varð forseti eða ríkisstjóri (président) á Frakklandi, en það átti líka að verða hið síðasta. Hann kallaði hvern af öðrum af þingskörungunum til sín og jafnvel Clémenceau sjálfan, þó honum væri ekki sem bezt við hann. Nú komst upp, að Wilson hefði falsað bréf og enginn vildi voga sér i ráðaneyti, til að hlífa þeim Grévy og Wilson, því þeir vissu, að þingið mundi sálga ráðaneytinu samdægurs. þeir sögðu Grévy, að hann gæti ekki lengur 3*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.