Skírnir - 01.01.1888, Síða 38
40
ÞÝZKALAND.
verja er kaþólskrar trúar. Píus níundi skrifaði bréf 1875 til
biskupa á |>ýzkalandi og bannaði þeim að hlýða lögum þeim,
sem komu út í maí 1873 og eru kölluð maílögin. þ>essi lög
brjóta klerkana undir hina veraldlegu stjórn. iþau hafa síðan
verið linuð, en nú var frumvarp lagt fyrir Prússaþing vorið
1887; það frumvarp linar þau svo mjög, að kaþólskir menn
geta nú gefið páfanum það, sem páfans er, og keisaranum það
sem keisarans er. A ársfundi kaþólskra manna í Trier lýsti
Windthorst, foringi hins kaþólska þingfiokks, reyndar yfir, að
þetta væri ekki nóg og að stjórnin yrði að jeta ofan í sig lögin
að fullu og öllu. Enn væri svo sem verið hefur, að fremur
ber að hlýða guði en mönnum, fremur páfa en keisara. En
Bismarck sagði á þingi, að fyrst að páfinn sjálfur gerði sig
ánægðan, þá yrðu trúarliðar hans líka að gera það. Kaþólskir
menn væru jafnhollir þegnar og aðrir að undanskyldum þeim,
sem færu með drottinsvik og landráð og vildu gera Hannóver
að konungsríki aptur. Windthorst kippir sér ekki upp við, þó
Bismarck sendi honum slíkar hnútur, þvi hann er því alvanur.
En hertoginn af Cumberland, sem býr í Gmunden nálægt Vín
og er giptur f>yri, yngstu dóttur Kristjáns níunda, lifir sí og æ
í von um að verða konungur í Hannóver, þó margir segi, að
þann dag muni hann aldrei sjá.
Vilbjálmur, þýzkalandskeisari og Prússakonungur, hélt 90
ára afmæli sitt 22. dag marzm. í Berlin með mildlli dýrð.
Hann barðist á móti Napóleon mikla á Frakklandi 1814 og
var þá 17 ára. Hann hefur verið konungur i 26 ár og keisari
síðan 18. janúar 1871. A hans dögum hefur hin þýzka þjóð
safnast i eina heild og þýzkaland orðið hið voldugasta stór-
veldi á meginlandi Evrópu. Hann er líka tignaður um allt
þýzkaland eins og hálfguð. Ovíða er hús á þýzkalandi, þar
sem myndir þremenninganna, Vilhjálms, Bismarks og Moltke,
eru ekki til. Hérumbil 90 konungbornir menn komu að færa
keisara heillaóskir; einn af þeim var krónprins Dana og líkaði
hinum dönsku Slésvikingum ferð hans iila. Keisarinn er furð-
anlega ern enn, opt lasinn en aldrei rúmfastur meir en einn eða
tvo daga. Krónprinsinn, sonur hans, hefur fengið mein i bark-