Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 43

Skírnir - 01.01.1888, Page 43
ÍTALÍA. 45 Ras Alula, hershöfðingi Abyssiníukeisara, vseri á næstu grösum, Róbílant svaraði, að ef þeir réðust á Itali, þá yrðu þeir náttúr- iega gerðir apturreka; það væri svo sem ekkert í húfi. Dag- inn eptir réðist Ras Alula á Itali og vann ekki á, en næsta dag 26. janúar heppnaðist honum að einangra og strádrepa her- sveit, nálægt 500 manns, við Dogali; komst þar enginn maður lífs af. Mönnum varð hverft við, þegar þetta fréttist heima á Ítalíu og Róbílant sagði af sér. Yfirforingja ítala í Massovah var vikið úr völdum, þvi hann hafði látið Abyssiníumenn fá töluvert af byssum, til þess að þeir skyldu sleppa itölskum ferðamönnum. Hermálaráðgjafi ítala, heimtaði 20 miljónir lire1) til að búa út her og hefna á Abyssiníumönnum. Um sumarið voru nær 20,000 manns undir forustu San Marzanós sendar til Massovah. Vegna hita og rigninga er ómögulegt að berj- ast þar i landi nema frá desemberbyrjun til marzloka.j Englend- ingar, sem fóru frægðarför í Abyssiníu 1868 undir forustu Napiers, sendu nú menn til Jóhannesar Abyssiníukeisara eða Negus Negesti (konungs konunganna) sem hann kallast. þeir voru lengi hjá honum og reyndu að miðla málum, en komu aptur annan jóladag, og sögðu að keisari hefði óvígan her búinn, um 100,000 manns, og vildi láta skriða til skara. Sagt er, að franskir og rússneskir hermenn sé i liði keisara og hjálpi honum á marga vegu. Italir fóru nú í hægðum sínum að leggja járnbraut upp frá Massovah og biðu þess að Abyssiníu- menn kæmi. þeim þótti ekki árenniiegt að vaða inn í miðja Abyssiníu eins og Englendingar gerðu 1868. Við það stóð í árslok, að hvorugur þorði á hinn að ráða. Tekjur ítalíu árið sem leið voru 1758 miljónir líra, en út- gjöld 1801 miljón og eru ítalir komnir í töluverðar ríkis- skuldir. Úmbertó reyndi að halda ráðaneyti sinu eptir ófarirnar við Dogali. Depretis tók loks aptur við forstöðu þess en Crispi kom í stað Róbíiants. Crispi er mæiskur maður og dugandi og hefur tekið mikinn þátt í að steypa Bourbona-ættinni í ) I lira = 72 aurar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.