Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 48

Skírnir - 01.01.1888, Page 48
50 AUSTURRIKI OG UNGVERJALAND. þetta ár er munurinn mikill og lítur svo út, sem fjárhagur Austurríkis sé að vesna; sumar járnbrautir ríkisins borga sig heldur ekki og margt er í ólagi í þessu ríki. Sá maður er Kálnoky heitir, stýrir utanríkismálum öllum. Hann er hægfara maður og fjandmenn hans segja, að hann sé Bismarck leiðitamur. Ekki þykir Ungverjum hann nógu harðmæltur við Rússa, en forstöðumanni hins ungverska ráða- neytis, Tisza, tekst ætíð að sefa þá, því honurn trúa þeir betur en nokkrum öðrum lifandi manni, enda kvað öll stjórn hans á Ungverjalandi vera snildarleg. Andrassy gerði sambandið við þýzkaland áður hann fór frá 1879, en samt kvað hann vera ánægður með að Austurríki verður að láta sér lynda allt það sem Bismarck gerir og fylgja honum til alls, þó það sé þvi þvert um geð. Austurríki á marga fræga iækna, en annars kemst það ekki í jafnkvisti við þýzkaland í vísindum né listum. það er einkennilegt, að enginn af hinum frægustu rithöfundum i Aust- urríki er þýzkur. Ungverjinn Maurus Jokái ritar skáldsögur, leikrit o. fi. og bækur eptir hann skipta hundruðum. Pólverjinn Sacher-Masoch ritar snildarlegar skáldsögur um lif bænda í Galizíu. Tjekkar eiga marga ágæta höfunda, enda segir landfræðingurinn Elisée Reclus, að engin þjóð í Evrópu hafi að meðaltali jafnstóra heila og þeir. þeir eiga líka hinn frægasta tónleikasmið, sem uppi er í Austurríki, Dvorák. þeir eiga líka marga sagnarit- ara og sögumenn, enda er land þeirra mikið söguland langt fram úr öldum. þegar þjóðverjar halda manntal í ríkinu, þá telja þeir Tjekka og aðra Slafa færri en þeir eru; hefur það komizt upp nokkrum sinnum, svo nú trúir enginn lengur mann- tali þeirra. Tjekkar berjast fyrir því, að Bæheimur verði aptur konungsríki eins og hann var áður Austurríki kæfði siðabótina þar í landi. Sjaldan hefur verið farið eins illa með nokkra þjóð og Austurriki fór þá með Tjekka og Tjekkar muna það enn. Slafar í Austurríki taka meiri framförum en þjóðverjar, enda eru þeir líka ómenntaðri. En þjóðverjar mega vara sig, þegar þeir eru orðnir þeim jafnmenntaðir.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.