Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 57

Skírnir - 01.01.1888, Side 57
59 Danmörk (Danmark). fingsaga. Varnir. Mannalát. Ýmislegt. Nu vender vi Madam Svendsen. Danir sátu á þingi í byrjun ársins og höfðu verið að þinga síðan 4, október 1886. þingsagan er ekki fróðlegri en vant er. þegar álit kom frá fjárlaganefnd fólksþingsins um frum- varp stjórnarinnar til fjárlaga, þá réði Estrup konungi til að rjúfa fólksþingið því hann gæti ekki komið sér saman við það um fjárlög. Fólksþingið, sem var kosið sumarið 1884, var rofið 8. janúar og kosningar fóru fram 28. janúar. Vinstri- menn á þinginu voru 83 og hægrimenn 19. Eptir kosning- arnar voru vinstrimenn 75 og hægrimenn 27. Vinstrimenn misstu 1., 2. og 9. kjördæmi i Höfn og héldu að eins eptir 5. kjördæmi af hinum 9 kjördæmum Hafnar. þar var sósíalist- inn Holm kosinn með 30 atkvæða mun. Nú fór að bera á því á þingi, að vinstriflokkurinn var linari við stjórnina en Berg líkaði. Ymsar ivilnanir við stjórnina voru gerðar ofan i vilja Bergs. I marz sagði Berg af sér forsetavöldum í þinginu og Högsbro var valinn til forseta í hans stað. Menn vissu ekki fyrst hversvegna hann gerði það, en það kom fram siðar. Hinn 1. dag aprilm. var þinginu slitið og gefin út bráðabirgða- fjárlög eins og vant er. En nú fór að kvisast að nokkrir for- ingjar vinstrimanna hefði verið að semja um samkomulag við ráðaneytið að Berg fornspurðum, boðið góða kosti en hefði ekki gengið saman með þeim. Um þetta var mikið talað í blöðunum og Berg sagði sjálfur á fundi i Kolding 12. júní, að það hefði verið þeir Holstein, Hörup og Bojsen, sem hefði samið við stjórnina, en hann mundi aldrei víkja fyrir henni í neinu, þó hann stæði einn uppi, sem reyndar ekki væri svo. því næst gekk aðalblað Bergs, Morgenbladet i Höfn, úr höndum honum í hendur hinna sáttfúsu manna, Um sumarið voru ótal fundir út um land og rifrildi milli Bergs iiða og mótstöðu-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.