Skírnir - 01.01.1888, Page 61
NOREGOR.
63
ander Kielland skáldlaun, 1600 krónur á ári. Hún var felld
á þingi og voru hægrimenn og Oftdælir samtaka um það móti
JEvrópuflokknum. þegar Björnstjerne Björnson las þetta í
París, þá sendi hann hraðfrétt, að hann afsalaði sér sínum
skáldlaunum, 1600 krónum, úr því Kielland voru engin veitt.
J>ví næst var stungið upp á að veita 25,000 krónur járnbrautar-
vagn handa konungi, svo hann gæti ekið á norskum vagni um
Noreg, sem hann aldrei hefur gert. En það var fellt. Aptur
voru 25,000 krónur veittar til að styðja þá, sem taka þátt í sýn-
ingunni i Höfn 1888.
jbað hafði verið talað um, að Jakob Sverdrup, kirkjumála-
ráðgjafi, bróðurson Jóhanns Sverdrups, væri að búa undir frum-
varp um nýja kirkjuskipun og sagt að Oftedal hefði hönd í
bagga með því. Frumvarpið var lagt fyrir þing í júní. Sam-
kvæmt því átti níu manna nefnd í hverri sókn að stinga upp
á prestaefnum, stýra sókninni að mestu leytu o. s. frv. f>etta
frumvarp jók klerkavaldið og gerði það óháð stjórninni.
Ymsir þingmenn sögðu, að sóknarnefndirnar yrðu of voldugar
eptir þessu og að vandlætingasemi þeirra og afskipti af trú
manna mundi leiða til hræsni. Breytingar nefndarinnar, sem
sett var í málið, voru felldar og sjálft stjórnarfrumvarpið féll
uiður, því einungis einn þingmaður greiddi atkvæði með því.
Nú sögðu hinir hreinu vinstrimenn, að samkvæmt þingvenju
(Parlamentarismus) yrði annaðhvort allt ráðaneytið að fara eða
þá að minnsta kosti Jakob Sverdrup. En stórþinginu lauk svo,
að engin breyting var gerð á ráðaneytinu, Oánægja með
Jakob Sverdrup fór sivaxandi um landið. í október vildu 3
ráðgjafar Arctander, Kildal og Astrup segja af sér, en Oskar
konungur og Sverdrup fengu þá með góðu til að vera kyrra í
ráðaneytinu.
Björnstjerne Björnson kom heim frá París veturinn 1887
—88 og hélt fyrirlestra í Danmörk og siðan í Noregi um ein-
kvæni og fjölkvæni. Hinrik lbsen kom líka um haustið 1887
til Stókkhólms og hélt þar ræðu um skoðanir sínar og stefnu.
það er einkennilegt að öll hin 4 höfuðskáld Noregs búa utan-
íands, Björnson, Jónas Lie og Kielland i París, Ibsen í Múnchen