Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 72

Skírnir - 01.01.1888, Page 72
74 AMERÍKA. nldar ensk og íbúarnir hrökkvi upp i fjöllin eins og Keltar. þá verði öll Ameríka frá heimskauti til heimskauts ein Bandaríki með einni tungu, en nú þegar búi meir en helmingur íbúa hennar í Bandaríkjunura. Yerklegar framfarir Bankaríkjanna hafa farið langt framúr fólksfjölguninni. Bandarikin eru nú ásamt Indlandi, Rússlandi og Canada kornbúr heimsins. Rússland er farið að verða aptur úr hinum þrem. Arið 1850 hveitis var uppskeran 100 miljónir bushels‘), en árið 1886 457 miljónir. Árið 1884 var hún 512 miljónir bushels. Enginn varningur, sem þau flytja út, gefur eins mikið af sér og bómull. Bómullaruppskeran 1850 var 2,097,000 balar2) og 1886 6,460,000 balar, eða meir en þrefalt. Mais-uppskeran er enn meiri en hveitiuppskeran og Amerikumenn drottna á heimsmarkaðinum með þessum korntegundum, þvi ekkert land skagar upp í þá í þeim tveim. Enginn kemst heldur i hálíkvisti við þá að svinarækt. Texas- og Missisippi-slétturnar eru feiknar víðátta og á þeim naut- pening, sem þar gengur, veit enginn tölu. En enn þá hefur ekki heppnast að flytja kjöt langar leiðir, þannig að það sé að öllu leyti eins gott á eptir og óflutt kjöt. Næst Eng- landi flytja þeir nú mest út af járni og steinkolum og fara bráðum fram úr þvi. I ríkinu Illinois einu eru kolalög þrefalt eða fjórfalt á stærð við kolalögin á Englandi. það er því von, að Ameríkumenn liti ekki smáum augum á sjálfa sig, en aptur segja Evrópumenn, að akuryrkju sinni og landbúnaði sé hætta búin af þessum berserksgangi. Amerikumenn vilja vera fremstir í öllu. þeir segja, að hvergi hafi verið lagðar 7 mílur af járn- braut á einum degi, nema á Central and Union Pacific járn- brautinni, sem liggur frá hafi til hafs, frá New-York til San Francisco, 8,350 mílur vegar. Nú eru tvær járnbrautir þvert yfir Bandaríkin fyrir norðan og sunnan þessa járnbraut. þeir segja, að aldrei hafi nokkur borg vaxið eins og Chicago á 40 árum, frá 6,000 til 600,000 að íbúatali, en þó muni bæirnir St. Paul og Minneapolis i Minnesota, sem liggja nálægt hvor öðrum við *) I bushel hveitis = 6o pund. a) I bali bómullar með umbúðum, 477 pund.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.