Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1888, Qupperneq 73

Skírnir - 01.01.1888, Qupperneq 73
AMERÍKA. 75 Missisippi, vaxa framúr Chicago, þegar tímar líða fram. St. Paul 6x 1880—85 frá 41,000 upp i 111,000 og Minneapolis frá 47,000 upp í 129,000! Bandaríkin eiga fleiri blöð og tímarit (14—15,000) en nokkurt annað riki og þó mörg ríki væri lögð saman, enda hefur líka hvert þorp og smábær í landinu sitt blað, lestrarfélag o. s. frv. Jeg hef séð tölublað af New York Herald með 40 dálka af fréttum, en líka annað tölublað með 100 dálka af auglýsingum ; auglýsingarnar og fréttirnar hjálpa hvort öðru. I mörgum ríkjum er skólakennsla ókeypis og rikið New York eitt leggur 11,200,000 dollara á ári i skóla og kennslu. f>að sem mest skilur hina tvo flokka, «republikana» og «demókrata» í Bandaríkjunum er tollar og frjáls verzlun. Ekkert getur gefið mönnum betri hugmynd um þetta mál, en þingsávarp (Message) Clevelands forseta, sem var lesið upp 6. desember 1887 á þinginu (Congress) í Washington. f>að nefnir ekki mörg mál, eins og vant er, en fer ýtarlega í þetta eina mál; það skín út úr þvi, hvað illa Amerikumönnum er við, að hafa fé ávaxtalaust i viðlagasjóði. Jeg set hér kafla úr ávarpinu. það fé, sem heimtist inn árlega af verknaði og nauðsynjum þjóðarinnar, er meira en fé það, sem þarf til útgjalda stjórn- arinnar. Að heimta inn meira fé en þarf til að stjórna vel og sparsamlega er féfletting og brot á ameríkönsku réttlæti. Fjárhirzla þjóðarinnar, sem á einungis að vera áfangastaður fyrir fé hennar á leiðinni til útgjaldanna, verður með því móti kistuhandraði fyrir fé, sem að óþörfu er dregið úr höndum og viðskiptum þjóðarinnar. það veikir krapta hennar, seinkar framförum hennar, hamlar stórum fyrirtækjum og freistar manna til að sölsa það undir sig. Vér megum ekki vera hirðulausir, þó hættan sé ekki enn yfir höfðum vorum, því hún er vís. Tekjurnar fóru fram úr útgjöldunum fjárhagsárið, sem endaði 30. júni 1885, og var munurinn 18 miljónir dollara. Næsta fjárhagsár var munurinn 49,500,000, og árið, sem endaði 30. júni 1887, 55,500,000 dollara. Frá 30. júni til 1. desember 1887, var munurinn 55,250,000 og 30. júni 1888 verður þá munurinn á tekjum og útgjöldum það fjárhagsár 113 miljónir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.