Skírnir - 01.01.1888, Qupperneq 75
AMERÍKA.
77
stórt félag, International Arbitration and Peace Association.
f>að vill afnema allan ófrið og leggja allar misklíðir milli
þjóða í gjörð. f>að sendi nefnd til Clevelands með bænar-
skjal, sem var undirskrifað af 223 enskum þingmönnum. I því
var farið fram á, að jafna skyldi allar þrætur milli Englands
og Bandarikjanna með gjörð. Hinn 1. dag nóvemberm. var
Cleveland fengið í hendur skjalið af vísindamanninum Lyon
Playfair með þeim orðum, að sá dagur gæti ekki komið, að
bræðurnir báðumegin við Atlantshaf bærust á banaspjótum.
Cleveland sagðist vera á öllum skoðunum félagsins og vona
að þær yrðu sigrandi, þegar tímar liðu fram.
Kalakava, konungur á Sandwicheyjum, var neyddur til að
gera stjórn sína þingbundna 6. júlí 1887. Her hans er ekki
nema 400 manns og hann þorði ekki að beita hörðu við þegna
sína og neita kröfum þeirra. Nærri öll verzlun eyjarskeggja er
við Bandarikin og eyjarnar eru háðar þeim að öllu leyti og
ekki konungsríki nema að nafninu til.
Frá samningum um fiskiveiðar milli Canada og Banda-
ríkjanna, er sagt í Englandsþætti. Chamberlain, fulltrúi Eng-
lands i þeim samningum, varaði Canadamenn við, að afnema
tolla milli þeirrajog Bandaríkjanna um leið og þeir legðu toll á
enskan varning og sagði, að það væri hið fyrsta stig til við-
skilnaðar við England og sambands við Bandarikin. Ameríku-
menn kvarta yfir, að Englendingar og Canadamenn fiski of
nálægt landi við Alaska strendur, en um Canadamálið er búið
að semja svo opt, að þeim er farið að leiðast þófið og Canada
væri illa stödd, ef hún hefði ekki bakjarl i Englandi.
Hinn 17. dag septemberm. voru 100 ár síðan Bandarikin
fengu þá stjórnarskipun, sem þau nú hafa. þá dagana voru
stórkostleg hátíðahöld i Philadelphia; Gladstone var sá eini
Evrópumaður, sem var boðinn á þessa hátíð, en hann svaraði,
að hann væri ofgamall til þeirrar ferðar; hann sagði um leið,
að engin þjóð ætti eins góða stjórnarskipun og að þeir skyldu
breyta henni sem minnst. Skáldið Whittier, sem var áttræður
það ár (fæddur 1807), var kosinn til að yrkja kvæði i minningu