Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1888, Side 76

Skírnir - 01.01.1888, Side 76
78 AMERÍKA. þessa dags og sést á því kvæði, að skáldgáfu hans hefur ekki farið aptur. í október fór Cleveland á sínum cigin járnbrautarvögnum um norðvesturhluta Bandaríkjanna og suður með Missisippi og var alstaðar vel fagnað. þingið í Washington samþykkti á öndverðu árinu ný lög móti fleirkvæni Mormóna og þeir Mormónar, sem ekki hlýða þeim, eru að tínast úr landi til Mexicó. Lög um sérstaka stjórnardeild fyrir akuryrkju og verknaðarmál voru samþykkt um sama leyti. þeir Henry George og M0Glynn ferðuðust um Bandarikin og héldu fyrirlestra um skoðanir sínar og var þeim viða ákaf- lega vel fagnað. McGlynn er nú ekki lengur í hinni rómversk- kaþólsku kirkju. Páfinn hefur bannfært hann vegna villukenn- inga, en M'Glynn segist vera kaþólskur eptir sem áður, þó hann hafi afneitað páfanum. Söfnuður hans vill ekki skilja við hann og þetta getur orðið páfa í Rómi hinn versti grikkur, ef kaþólskir menn í Bandaríkjunum fara að leysa sig undan páfa- valdinu. þeir Henry George hafa stofnað félag, sem kallast Antipoverty Society (félag móti fátækt). þeir segja t. d. aðjörðin eigi að vera sameign, þannig að hver maður megi hafa not hennar eins og loptið, sem vér öndum að oss, er sameign. þó Henry George eigi marga vini i ríkinu New York, fékk hann þó ekki nógu mörg atkvæði til að verða rikisstjóri haustið 1887, er kosningar fóru fram. En kenningar hans hafa vakið athygli og hann á fylgismenn bæði á Englandi og í Ameríku. Til dæmis um hinn mikla innflutning til Bandaríkjanna 1887 er það, að 11. mai þ. á. stigu 9996 manns í land í New York, sem ætluðu að setjast að í landinu. Yms frumvörp hafa komið fram á þingi um að takmarka innflutninga til Bandaríkjanna. þau fara fram á, að engir megi setjast að í landinu, nema þeir hafi skýrteini frá yfirvöldum sinum og umboðsmanni Banda- fylkjanna, að þeir séu ráðvendismenn, nema þeir séu ekki fé- lausir o. s. frv. Ameríkumenn eru orðnir þreyttir á, að láta land sitt vera ruslakistu fyrir allt afhrak frá Evrópu. Spellvirki anarkistanna

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.