Skírnir - 01.01.1888, Síða 82
84
ÝMISLEGT.
Rússum er heldur ekki vel við, að þjóðverjar ráði miklu í
Eystrasalti.
Hinn 23. dag febrúarm. vöknuðu menn á Suður-Frakklandi
og Norður-Italíu við jarðskjálftakipp. Fólk þaut upp úr rúm-
unum hálfnakið, til að forða sér áður en húsin hryndu ofan.
Hver jarðskjálftakippurinn kom á fætur öðrum og margir urðu
undir húsunum, er þau hrundu. Tveir ítalskir smábæir hrundu
gjörsamlega niður. A einum stað á Ítalíu þyrptust 300 manns
inn í kirkju og lögðust á bæn til að afstýra þessum voða.
Kirkjan hrundi ofan yfir þá. Italskir prestar sögðu að dóms-
dagur væri kominn. Sagt er, að allt að 2000 manns hafi farizt
í þessum jarðskjálftum, og vart varð við hann á Grikklandi og í
Sviss.
Yfirlit yfir málefni íslands í útlendum blöðum og ritum.
Arið 1886 lagði Gladstone frumvarp sitt um Homerule
(sjálfsforræði) Irlands fyrir Englands þing. Sem dæmi þess sam-
bands, er hann óskaði milli Englands og Irlands, nefndi hann
meðal annars sambandið milli Danmerkur og Islands. Hann fór
ekki meir út í það, en maður í ráðaneyti hans, sem kom til
íslands 1873, fór ýtarlegar í það, sem nú skal greina.
Ræða
haldin 17. maí 1886 af James Bryce, Under Secretary (Departe-
ments Chef) utanríkismála í ráðaneyti Gladstones, prófessor í
Oxford, við aðra umræðu frumvarpsins um stjórn Irlands.
Eptir að Bryce hefur tekið Austurríki og Ungverjaland,
Prússland og Baiern sem dæmi þess sambands, er hann óskar
að verði milli Englands og Irlands, segir hann:
«Jeg skal nefna annað dæmi, sem er nokkuð skrítið. það
er ekki stórt, því fáir búa á eynni, sem þó ætti að vera merki-
leg fyrir oss, ekki einungis vegna blóðbanda, sem tengja oss