Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1888, Page 85

Skírnir - 01.01.1888, Page 85
ÍSLAND. 87 það skyldi vera rétturinn til að veita fáein vesöl embætti, en einmitt þetta ætti að gera málið hægt viðfangs. Stjórninni væri ráðlegast að láta undan, því íslendingar, sem eru hæg og stillt þjóð, hljóta þó að vita bezt, hvað landi þeirra er fyrir beztu, betur en maður sem býr i Höfn 1200 mílur (enskar) frá landinu, sem hann á að stjóma; en hin danska embættisstétt, þvi verður ekki neitað, virðist hafa óheilla tilhneigingu til að vekja vantraust og gremju hjá þegnum sínum. Hin danska þjóð og konungur hennar hafa sorglega reynslu frá hertoga- dæmunum um afleiðingarnar af þvi að beita valdi. þeir ættu að láta sér það að kenningu verða, en ekki láta sér verða hið sama á í enn verra formi og hrinda með því Islendingum frá sér fjrir fullt og allt». Le Temps, sem er hið helsta af blöð- um hinnar frönsku stjórnar, tók upp mikinn hluta af grein Times og New York Herald gerði sama. Nokkru síðar kom aptur aðsend grein í Times frá Paterson, konsúl i Reykjavik. Hún var mestmegnis um atvinnuvegi og efnahag Islendinga, og embættismönnum var ekki borin vel sagan. Að endingu segist Paterson ekki skilja, hvers vegna stjórnin vill ekki verða við óskum Islendinga. Hinn 21. október kom í Times grein frá Höfn, sem svar- aði þessum greinum. Gladstone muni þekkja lítt sambandið milli Islands og Danmerkur. Islandi hafi verið veitt Homerule 1874. því næst eru talin upp hin sérstöku málefni Islands. það leggi ekkert til sameiginlegra ríkisþarfa, en fái 60,000 króna tillag árlega og meira til. Danmörk borgi líka póst- skipaferðir þess. Stjórnarskráin 1874 hafi gefið því eins mikið frelsi og er í nokkru riki í heiminum. Allir embættismenn séu islenzkir. Neitunarvaldið sé ekki misbrúkað, því 1875—85 hafi af 175 lögum að eins 25 verið neitað og 10—12 þeirra verið samþykkt breytt. Lagaskóla hafi verið neitað, þvi stjórnin haldi að kennarar fáizt ekki og stúdentar á honum verði ekki nema 2—B á ári. Lögum um að banna öllum nema Islending- um fiskiveiðar við landið hafi lika verið neitað. Yms van- sköpuð lög hafi alþing sjálft látið detta niður, er það hafði heyrt röksemdir stjórnarinnar móti þeim. Að spánski verzlun-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.