Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 6

Skírnir - 01.04.1905, Page 6
102 Nokkur orð um lífsaflið. ingur veitir þeim síður eftirtekt. í öllu þessu kemur fram lífsafl eða lífskraftur, eins og það sýnir sig þegar alt fer eðlilega fram og ekkert sérlegt bjátar á. En það vill svo oft bera út af því að alt fari eðli- lega fram. Andstreymi lífsins er svo margvíslegt. Menn- irnir lifa í sífeldri baráttu við umheiminn; þeir eru liáðir áhrifum hans, oft og einatt skaðlegum áhrifum. Menn- irnir verða að berjast við hita og kulda; þeir verða að sjá sér fyrir nægilega miklu lofti og nægilega mikilli fæðu. Loftið getur verið spilt og fæðan getur verið blönduð efnum, sem eru þeim skaðleg, eða, eins og vér komumst að orði, eru eitruð. Það er til aragrúi at' óæðri jurtum, sem leita sér lífsviðurværis í líkömum manna, og mörgum þeirra er svo farið, að ef þær fá að þróast og tímgast í mannslíkama, þá er manni hætta búin. Menn geta einnig orðið fyrir meiðslum og áverkum, rekið sig á í bókstaflegum skilningi. Það kemur aðdáanlega fram í því, hvernig líkami vor getur varið sig fyrir skaðlegum áhrifum, og bætt úr skemdum, sem þau kunna að valda, hve máttugt lifsaflið ei' sem vörn móti sjúkdómum og lækning sjúkdóma. Það er einkum þessi hliðin á lífsaflinu, sem mér datt í hug að gera hér að umtalsefni, þegar okkar háttvirti formaður fór fram á, að eg talaði um eittlivert læknis- fræðislegt efni. Mér virðist það ekki óeðlilegt umræðuefni í hjúkr- unarfélagi. Því hvað er það sem læknar og hjúkrunar- konur eiga sérstaklega að hlynna að? Það er lífsafl sjúklinganna. Flestar lækningar eru i því fólgnar, að meira eða. minna leyti, að aðstoða lífsaflið, efla það og styrkja, en erttðar móti og halda burtu því, sem getur truflað það og varnað því að njóta sín. Eg ætla nú alls ekki að reyna að skýra fyrir ykkur hugmyndir manna um eðli lífsaflsins, gegnum aldirnar. Jeg skal að eins geta þess, að vísindamönnunum hefur löngum komið illa saman um það, hvort það sé sérstak-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.