Skírnir - 01.04.1905, Page 14
110
Nokkur orð um lifsat'lið.
áðui' að dirfast. Vegna þeirrar aðferðar má nú orðið
heita undantekning, að skurðir sem læknar gera, og þar
sem svo hagar til að unt er að sauma barmana saman,
grói ekki án þess að grafi í.
Aðferðin er í stuttu máli fólgin í því, að drepa allar
bakteríur utan á holdi sjúklinganna — en það er alt af
utan á okkur öllum aragrúi af bakteríum, og í öllum þeim
hlutmn, sem snerta, skurðina, livort heldur eru hendur
læknisins, eða verkfæri, eða umbúðir, sem látnar eru um
á eftir. Algengasta meðalið er karbólvatn til að drepa
bakteríur á lioldi, en fyrst er þvegið rækilega úr sápu-
vatni og einatt líka úr vínanda, en verkfæri og umbúðir
eru hreinsuð með suðuhita.
JNIeð þessu móti stuðla læknarnir að því, að sár grói,
og grói á sem hentugastan hátt. Þeir gera það ekki með
því að græða sjálfir, hetdur með hinu að bægja burtu því
sem getur veiklað lífskraft holdsins, sem á að græða. Þvi
að þó það sé lífsatiið í holdinu sem græðir, getur það
oft og einatt ekki reist rönd við bakteríunum, ef þær ná
að komast í það. öll svonefnd »græðandi meðöl« geta
ekki náð tilgangi sínum nema með þessu móti.
Eg get nú hugsað mér að sumum kunni að þykja
starí' læknanna minna en vera ætti, ef lífsafiið er svona
máttugt sem eg hef sagt. Ef lífsaflið setur saman brotin
bein, losar burtu drep og fyllir holuna sem verður eftir
drepið, ef lífsaflið græðir skurði og sár, hvað gera þá
læknarnir í þessum efnum? Þeir hjálpa því, halda því í
réttum skorðum, beina því í sem heppilegasta átt, og
leitast við að ertiða móti því sem veikir það.
Eg mintist áðan á hvað læknarnir gera við skurði.
Mér íinst það ekki svo lítilfjörlegt, þó aldrei nema þeir
græði þá ekki í eiginlegri merkingu.
Yið beinbrot er það ekki verk þeirra beinlinis að láta
brotið gróa, heldur hitt að sjá um að það grói rétt saman.
Að öðrum kosti kynni þetta blinda lífsafl að festa brotin
saman á þann hátt, að limurinn yrði að litlu eða engu liði.
Við drep þykir lækninum venjulega of seinlegt að biða