Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 19

Skírnir - 01.04.1905, Page 19
Nokkur orð um lífsaflið. 115 og’ njóta sín fyllilega sem eitur. Þessa vörn mætti því fremur kalla dauða eða hvíiandi. Það virðastörsjaldanmynd- ast efni í líkama vorum, sem geti gengið í samband við eiturtegundir og magnað ósaknæm efnasambönd, gagneitur. Margir ykkar hafa sjálfsagt heyrt söguna sem gengur af Mithridates konungi. Það er sagt að hann hafi tamið sér að taka inn eitur, svo að það var orðið honum ósak- næmt, og honum tókst þess vegna ekki að fyrirfara sér á því, þegar svo var fokið í skjólin fyrir honum að hann ieitaði þess úrræðis. Hvað sem þessari sögu líður, þá er enginn efi á því, að menn geta vanið sig við einstöku eiturtegundir. Það þarf ekki að leita langt fram í aldir og austur i Asíu til að finna dæmi þess. Sjálfsagt tel eg að ýmsa ykkar reki minni til hverjum harmkvælum það var samfara að læra að brúka tóbak. Og hvernig er nú? Eru ekki margir okkar sem ekki þykjast mega án þess vera? Harmkvælin komu af því, að eitur er í tóbakinu, og meðan við vorum því óvanir, eitraði það okkur, en nú finnum við ekki til þess, nema ef til vill þeir sem eru búnir að fá í sig of stóran skamt í of mörg ár. Þetta er vörn á rnóti eitri fyrir sig; en það eru auðvitað ýmsar aðrar sem væru æskilegri. 3. Varnir lík- Það vita allir, að lík eru köld; orðið »ná- amans móti kaldur« er samlíking, sem oft er notuð. hita og kulda. Það er í raun réttri ekki erfiðara að skilja að lifandi líkami sé heitur, en að ofn hitni þegar lagt er í hann. Eldsneytið, sem lagt er í manns- líkamann er fæðan. Hitinn í ofninum kemur af því, að kolefnið brennur, það er að segja sameinast súrefni. Hit- inn í líkama vorum kemur af því, að kolefni í fæðunni gengur í samband við súrefni úr andrúmsloftinu, sein vér öndum að oss. Það er að segja: það brennur. En það er sarnt töluverður munur á þessu tvennu. Ofninn hitnar þeim mun meira, sem meira eldsneyti er lagt í hann, en þó menn borði venju fremur mikið, vex líkamshitinn inn- vortis ekki að sama skapi. Líkami vor er því auðsjáan- 8*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.