Skírnir - 01.04.1905, Síða 22
118
Nokkur orð um lífsaflið.
hjarta, einmitt þau líffærin sem vér megum sízt missa.
Væri svo, að þau léttust og eyddust í sama hlutfalli og
önnur líffæri, mundu menn þola sult og hor miklu skem-
ur en raun verður á.
Þetta sem eg hef sagt um lífsaflið er auðvitað ekki
annað en fáeinar bendingar, um eina hliðina á því, hvernig
það kemur fram. Eg man, að mér þóttí það fróðlegt
þegar eg heyrði það fyrst, en eg veit ekki hvað vkkur
kann að virðast. Það er gott, et' svo er.
En ef vel væri, ætti það að vera meira en eingöngu
fróðlegt.
Þetta lífsati er í okkur öllum ; en það er ekki jafn-
sterkt í okkur öllum. Það er t. d. að öðru jöfnu sterkara
í þeim sem ungir eru en í gamalmennum. En þeir eru
líka margir, sem verða gamlir fyrir ár fram.
Lífsaflið erfum vér frá foreldrum okkar, en það er
misjafnt, hvernig við förum með þenrian arf, eins og ann-
an. Vér getum eflt það og styrkt, og vér getum einnig
veiklað það og misboðið því. Og eg þarf engum að segja,
hvort at' þessu tvennu sé heppilegra.
Sterkt lít'safl þýðir hvorki meira né minna en hress-
leik og fjör, aukna mótstöðu móti slysum og næmum sjúk-
dómum og afleiðingum þeirra, og hraust afkvæmi.
Þetta mundu allir vilja kjósa sér, et' það fengist
fyrirhafnarlaust og án sjálfsafneitunar.
En það fæst ekki fvrir ekki neitt. Að halda lífsafl-
inu sterku, það kostar heilsusamlegan lifnaðarhátt, og
hann krefur bæði fyrirhöfn og sjálfsafneitun.
Til þess að kenna hvað er heilsusamlegt — að kenna
heiisut’ræði — þarf meiri tíma en hér er fvrir hendi.
Þess vegna læt eg hér staðar numið og bið ykkur
veivirðingar.