Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 23

Skírnir - 01.04.1905, Page 23
Egill Skallagrímsson. Eflaust er vikingaöldin eitt með hinum einkennileg- ustu tímabilum sögunnar. Hún er öld hins rameflda kraft- ar, er losnar úr læðingi og leitar sér viðfangsefnis. Og hún er öld hins óbundna einveldis hnefaréttarins. Goethe segir einhversstaðar: „Du musst steigen oder sinken, Du musst herrschen und gewinnen, Oder dienen und verlieren, Leiden oder triumphieren, Amboss oder Hammer sein“. *) Á öllum öldum heflr einstaklingurinn átt þessa úrkosti í einhverri mynd, en aldrei hafa þeir verið áþreifanlegri en á víkingaöldinni. Lífsbaráttan er þar háð með brugðn- um sverðum. Yfir einstaklingnum hvílir ekki verndandi hönd ríkis né kirkju, líf hans og eignir heyra honum ekki til lengur en hann megnar að verja það, af sjálfs sín ram- leik eða með aðstoð ættar sinnar og vina: „Sálin er svo sem að láni samtengd við líkamann11, og lánardrottinn er á þeim tímum hver sá er bolmagn hefir til þess að svifta annan lífi og eignum. Slík öld skapar harðsnúna sókn og vörn. Lífið verður baráttan um það að vera eða vera ekki, tilveran vígvöllur, þar sem hverjum manni er frjálst að berjast hlífðarlaust til *) „Þú verður að hækka eða lækka, þú verður að drotna og vinna eða þjóna og tapa, líða eða lirósa sigri, vera steðji eða hamar“.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.