Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 25

Skírnir - 01.04.1905, Page 25
Eejill Skallagrimsson. 121 komu —- þeir voru og víkingar í öðrum skilningi: andi þeirra heggur og strandhögg og nemur nesnám. Augað er hvast, ekki síður en sverðið, það er þróttur í hugsun og hnyndunarafli, ekki siður en í handleggnum. Andi þeirra var áhrifum umheimsins vaxinn, hann átti sér þann æskuþrótt er megnaði að skapa athugunum og lífsreynslu búning í orðum, sem aldirnar hafa engu ryði slegið á. Þeir voru skáld. Egill Skallagrímsson er óskason víkingaaldarinnar. Hjá honum koma fram í fullum þroska öll þau einkenni er nú voru talin: rammefldur þróttur líkams og sálar, æflntýraþráin og farfýsin, ofurhugurinn, kappið og snar- ræðið, harðleiknin og hefnigirnin, fégirnin og harðfylgið í fjárkröfum, ættræknin og vinfestan og síðast en ekki sízt skáldið, ástin á skáldskap og lotning fyrir honum. Alt þetta sýnir saga Egils svo greinilega, að ekki þarf skýr- inga við. Egill er einrænn andi og harðsnúinn. Hann stendur fastur sem bjarg á óbifanlegri vissu um gildi og rétt sjálfs sín og ættar sinnar gegn öðrum mönnum. Hann er hamar með lífi og sál og fyrirlítur steðjann. Hann er sjálfsvörnin klædd holdi og blóði. Að auka veg sjálfs sín og ættar sinnar og halda hlut sínum við hvern sem er að skifta, að vera bjarg, sem allar öldur brotna á, hvort sem þær eru runnar frá ríkri konungsætt eða ann- arstaðar að — það er æðsta boðorð í sál hans. Þess vegna er sókn hans og vörn hiklaus og vægðarlaus. Hann þekkir engar efasemdir samvizkunnar. Hann þarf ekki að kvarta með Hamlet: „Samvizkan gerir gungur úr oss öllum og áræðisins krausti heilsulitur smábreytist svo í fölleitt hugarhik og athöfn hver, sem heimtar móð og merg, nær eigi framrús fyrir þeirri viðsjá“. Egill sér ekkert út fyrir »frændgarðinn«. [Hjá honum vakir engin félagsleg hugsjón. »Almenn hagsæld« er hug- tak sem ónáðar hann aldrei. Gildi lífsins er í hans aug-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.