Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 27

Skírnir - 01.04.1905, Page 27
Egill Skallagrimsson. 123 1 hefl haldit hlut mínum fyrir þvilíkum svá mönnum, sem þit erut feðgar«. Réttlætistilflnning Egils er ekki margbrotin. Hún er meðvitundin um vald hnefans. Hamarinn er hamar, í þvi , er fólginn réttur hans til að berja á steðjanum. En þessi rammi víkingur var skáld. í kvæðum Egils flnnum vér afltök anda hans og heyrum hjarta hans slá. Fyrsta vísan, sem ætla má að Agli sé rétt eignuð, sýnir oss víkingsefnið, sem móðir hans kannast tijótt við. Sú vísa er sem forspil hins dáðríka lífs hans: „Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á hrott með vikingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til liafnar, höggva mann ok annan“. * Það er auðséð, hvernig hugsjónin hrífur drenginn, og þegar hann segir: »höggva mann ok annan«, finnur maður að kraftarnir eru að losna úr böndum i þessu eldfjalli at- orkunnar. Vísan er eins og jarðskjálftakviða undan eld- gosi. Margar af vísum Egils eru, svo sem vænta mátti, um orustur og víg, eins konar vígahlakk, ósjálfráðar at- hugasemdir um unninn sigur, orustuendurminningar eða þá glymjandi herhvöt, t. d.: „Leiti upp til Lundar lýða hverr sem bráðast. Gerum þar fyr setr sólnr seið ófagran vigra“. * Þegar hann minnist fornra afreksverka sinna, er sem röddin titri af vígamóði, t. d. í vísunni „Farið hefk hlóðgum brandi“ eða þessu: „Skiftumk hart af heiftum hlifar skelfiknífum11.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.