Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1905, Page 32

Skírnir - 01.04.1905, Page 32
128 Egill Skallagrímsson. (mér veitir létt að hefla yrkisefni Þórissonar með radd- heflinum). Og í vísunni: »Þel höggr stórt fyr stáli«, verður vindurinn jötunn (»andærr jötunn vandar«) sem heggur hafið »út með éla meitli« og hamast að sverfa »með gustum» stál (stefni) og brand skipsins. Skarpleiki hugsunarinnar og þróttur kemur og fram í því hvernig Egill notar andstæður til þess að auka áhrifin. Þetta kemur vel fram í Arinbjarnarkviðu: „Emk hraðkveðr hilmi at mæra, en glapmáll of gleggvinga, opinspjallr of jöfurs dáðum, en þagmælskr of þjóðlygi. Skaupi gnægðr skrökberöndum, emk vilkveðr of vini mina“. Og þegar liann heflr lýst Arinbirni, sýnt hvernig hann reyndist »tryggr vinr«, »heiþróaðr hverju ráði«, «knía fremstr«, »vinr þjóðans es vætki ió« (laug ekki), þá bætir hann við: „Munk vinþjófr verða heitinn, ok váljúgr at Viðurs fulli, hróðrs örverðr ok heitrofi, nema þess gagns gjöld of vinnak“, og tekur þannig upp í réttri röð þá eiginleika sem gagn- stæðir eru þeim sem hann liefir talið Arinbirni til hróss. A því hvernig Egill lýsir Arinbirni, sjáum vér hverjir þeir eiginleikar eru, sem hann dáist að. Þeir eru: vin- festa, ráðsnild, sannleiksást, vald og ættgöfgi, auðlegð og örlæti á fé, án þess þó að þola þjófum ágang (»sökunautr of sona hvinna«), hylli guðanna (»goðum ávarðr«). Þar sem liann segir að enginn hafi farið tómhentur frá Arin- birni »háði leiddr né heiftkviðum«, bregður snöggvast fyrir næmri mannúð.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.