Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1905, Side 33

Skírnir - 01.04.1905, Side 33
Egill Skallagrímsson. 129 Eitt einkenni Egils er það, að hann getur látið lítið atvik, hálft orð, sýna það sem annars þyrfti langt mál til að lýsa. Orðið er sem elding, er bregður snöggvast birtu yfir atburðina, t. d.: „Drók djarfkött of dökkva skör“. Að vísu fæst »djarfhöttr« ekki í .búðunum, að vísu er orðið erfitt að útlista, sem kemur af því hve djarftæk hugsun Egils er, og þó er það aðdáanlegt. Með því sýnir skáldið i einni svipan hvernig á stóð, eins og góður leikari getur sýnt skap sitt og ástand alt með því hvernig hann setur upp höfuðfatið. Af sama bergi er það brotið, þegar Egill segir að menn »munu þreifa bragarfingrum« um skáldskap hans, eða talar um »hróðr« „of bratt stiginn bragarfótnm11. Víða er sem Egill tali í spakmælum. Orð hans hafa sama svip og beztu spakmælin: þau taka atvik, sem liggur fyrir hvers manns augum og enginn sér neitt merkiiegt við, og láta þetta atvik sýna einhvern víðtækan sannleik. Spak- mæli eins og t. d.: »Sjaldan er ein bára stök«, »Tveir harðir steinar mala sjaldan smátt«, »A þvengjum læra hvolpar húðir að éta« o. s. írv. hafa það sameiginlegt, að þau gefa í skyn miklu víðtækari sannleik en orðin sjálf hljóða um. Þau eru eins og sjónarhóll með útsýn yfir miklu stærra svæði en þau sjálf ná yfir. Af þessu tagi eru orð Egils, þar sem hann lýsir örlæti Arinbjarnar svo: „Þat hann viðr, es þrjóta mun flesta menn, þótt fé eigi. Kveðka skamt meðal skata húsa, né auðskeft almanna spjör“. Að Arinbjörn lætur engan synjandi frá sér fara, það verð- ur enn aðdáanlegra, þegar skáldið sýnir oss örðugleikana 9

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.